TREGAFYLLTUR ÓÐUR TIL NÍUNDA ÁRATUGARINS

0

Hljómsveitin Casio Fatso sendir í Mars/Apríl frá sér glænýja plötu en þetta er önnur breiðskífa sveitarinnar og rökrétt framhald af fyrstu plötu bandsins. Echoes of the nineties er tregafylltur óður til níunda áratugarins og lög eins og He-man and Thundercats RULE! og titillag plötunnar bera þess merki. Casio Fatso spilar modnine rokk sem er í raun næntís rokk með nútíma tvisti (modern nineties).

Einar Vilberg sá um upptökur, hljóðblöndun og frágang undir merki Hljóðverks. Platan kemur út um mánaðarmótin mars/apríl og stefnir bandið á stíft tónleikahald í kjölfarið. Fyrsti singúllinn fer væntanlega í loftið í byrjun mars.

Skrifaðu ummæli