TRANQUIL SENDIR FRÁ SÉR BREIÐSKÍFUNA 20 YEARS TO LATE

0

helga 2

Platan 20 Years Too Late er frumraun sveitarinnar Tranquil hjá Möller Records og er þeirra fyrsta breiðskífa. Platan inniheldur níu lög og tvær hljóðblandanir eftir Futuregrapher og Subminimal sem flestir ættu að kannast við sem hafa fylgst með raftónlistarsenunni síðustu ár. Platan er bland í poka af brotnum töktum og sveimtónlist ­ sem má líkja við tónlist sem var vinsæl um miðjan tíunda áratuginn, en Tranquil ná að setja þessa tegund af tónlist í enn þægilegri buxur með þessari plötu. Taktarnir eru þó á köflum mjög dansvænir og þungir og er aldrei langt í kafbáta­bassann góða.

helga

Tranquil var stofnað árið 2012 af nokkrum strákum sem höfðu sameiginlegan áhuga á brotnum töktum, sveim­ og raftónlist. Þeir hafa á undanförnum árum spilað víðs vegar og á flestum helstu klúbbum bæjarins ­ ásamt því að hafa spilað í útvarpinu og gert nokkrar endurhljóðblandanir. Í dag er sveitin skipuð af tveimur tónlistarmönnum; Arnari Grétarssyni, sem er að læra hljóðtækni í Hollandi og semur sveimteknó þess á milli, og Asmir Fazlovic, sem er að vinna að hörðu verksmiðjuteknó í frístundunum sínum.

Comments are closed.