TÓNTVÍEYKIÐ TÓNELAPSE SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

Ljósmynd: Ólöf Þóra Sverrisdóttir.

Hljómsveitin Tónelapse var stofnuð haustið 2015 út frá kaffistofu spjalli tvíeykisins, en þau voru bæði með aðstöðu í tónlistarklasa í Höfðatúni. Strax eftir fyrsta hitting var ljóst að eitthvað mjög áhugavert var að fæðast og voru þónokkur lög samin á fyrstu vikum samstarfsins.

Tónelapse er samsett af Guðna, sem hefur m.a. verið í East of My Youth og TRPTYCH og Bryndísi, sem einnig er í sólóverkefninu Febrúar. Hljómsveitin gaf út lagið Staying Here vorið 2016 og frumflutti nokkur lög á útvarpsstöðinni Xtra um svipað leyti en svo tók við næstum árs pása.

Hér er á ferðinni frábært og dansvænt lag sem á vel heima á dansgólfum borgarinnar en það er enginn annar en Addi 800 sem masteraði lagið!

Soundcloud.

Skrifaðu ummæli