TÓNSMIÐJU KÍTÓN LÝKUR Á FÖSTUDAGINN MEÐ HELJARINNAR TÓNLEIKUM

0

00028.Still066

Tónsmiðja KÍTON stendur nú yfir á Hvammstanga, þar sem koma saman sex tónlistarkonur og semja saman í pörum lög og texta yfir viku, sem lýkur með tónleikum föstudaginn 9. september, þar sem afrakstur vinnunnar fær að njóta sín.

Ásbjörg Jónsdóttir

Ásbjörg Jónsdóttir

Tónlistarkonurnar eru:

Ásbjörg Jónsdóttir.

Ásbjörg Jónsdóttir er tónskáld, píanóleikari og söngkona en hún lauk BA námi í tónsmíðum vorið 2014 frá Listaháskóla Íslands.  Í haust mun hún hefja meistaranám í tónsmíðum við sama skóla. Ásbjörg hefur samið ýmis konar tónlist, þar á meðal fyrir Dómkór Reykjavíkur, Duo Harpverk, Elektra Ensemble og Dúo Kolka auk þess sem tónlist hennar hefur verið  flutt af Foot in the Door Ensemble.

Undanfarin tvö ár hefur Ásbjörg verið verkefnastjóri og tónskáld fyrir verkefnin Akranesviti: Rými til tónsköpunar og Ný íslensk tónlist fyrir barnakóra. Þá hefur Ásbjörg stundað nám við Tónlistarskóla FÍH í jazzpíanó og jazzsöng auk þess að stjórna barnakór í Guðríðarkirkju.

Ingibjörg-Turchi mynd

Ingibjörg Turchi

Ingibjörg Elsa Turchi.

Ingibjörg Elsa Turchi er fjölhæf tónlistarkona með bassaleik að fyrsta hljóðfæri. Hún spilar í hinum ýmsu verkefnum, en þar má nefna; Babies flokkinn, Soffíu Björgu, Boogie Trouble, Teit Magnússon og hefur hún spilað inn á allnokkrar plötur, þ.á.m, nýjustu plötur Ylju og Bubba Morthens.

Einnig var hún tónlistarstýra á hátíðartónleikum Kítón þann 19. júní 2015 sem voru haldnir í Eldborgarsal í Hörpu við góðar unirtektir.

Ingibjörg hefur lagt stund á hljóðfæranám frá unga aldri og hefur hún lært á píanó, gítar, harmonikku og síðar rafbassa í tónlistarskóla FÍH.

Ingibjörg er kennari og í skipulagsteymi Stelpur rokka! en hún hefur tekið þátt í því verkefni frá stofnun þess hér á landi.

Ingunn Huld

Ingunn Huld

Ingunn Huld.

Ingunn Huld lagði stund á jazzsöng við Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan vorið 2013. Í nóvember 2015 gaf hún út sína fyrstu breiðskífu, Fjúk, sem inniheldur ellefu frumsamin lög og texta.

Þrátt fyrir mikinn áhuga á jazzmúsík hefur Ingunn Huld mestmegnis samið popp- og þjóðlagatónlist.

Unnur Birna

Unnur Birna

Unnur Birna Björnsdóttir.

Unnur Birna tók framhaldspróf á fiðlu frá Tónlistarskólanum á Akureyri 2005 og útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH 2011 úr jazzsöng og kennaradeild. Hún hefur tekið þátt í mörgum leiksýningum m.a. hjá Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og sjálfstæðum leikhópum ýmist sem hljóðfæraleikari, söngkona eða leikkona. Hún hefur komið víða fram og spilað inn á fjöldamargar upptökur með mörgum mismunandi tónlistarmönnum.

Hún gaf frá sér myndband við lagið ,,Sober“ sem ferðast hefur um heiminn sem upphitunaratriði fyrir tónleika Ian Anderson úr Jethro Tull, og er kvenhlutverkið í nýrri rokkóperu um Jethro Tull, samin af Ian Anderson.

unnur sara - high res

Unnur Sara

Unnur Sara Eldjárn.

Unnur Sara Eldjárn útskrifaðist sem söngkona úr Tónlistarskóla FÍH vorið 2015.

Á sama tíma gaf hún út sína fyrstu sólóplötu sem ber einfaldlega nafnið „Unnur Sara“. Lögin og textarnir eru öll eftir Unni Söru en tónlistinni má lýsa sem popptónlist undir áhrifum frá jazz og rokktónlist. Platan fékk góðar viðtökur og vakti athygli fyrir sérstaka rödd  Unnar, grípandi laglínur og vandaða texta.

Unnur Sara hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum í gegnum tíðina og má þar til dæmis nefna flutning á lögum eftir franska söngvaskáldið, Serge Gainsbourg.

Unnur Sara skipar einnig helming nýstofnaðrar hljómsveitar sem heitir Sprezzatura og flytur dansvænt rafpopp.

Þóra Björk

Þóra Björk

Þóra Björk Þórðardóttir.

Þóra Björk gaf út geislaplötuna I Am a Tree Now árið 2009 með eigin lögum og textum. Hún fékk ágætar viðtökur og fína gagnrýni. Platan Care for a Cover, Lover? er næstum tilbúin, einungis á eftir að fullvinna coverið. Þóra lauk burtfararprófi í djasssöng árið 2007 frá Tónlistarskóla FÍH og BA-gráðu í tónsmíðum vorið 2014 frá Listaháskóla Íslands. Útskriftarverkefni hennar var Regnbogasaga: Ævintýri í orðum og tónum, í flutningi stórrar kammerhljómsveitar, einsöngvara og blandaðs kórs. Þóra lauk meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands vorið 2016 auk þess sem hún gaf út bókina Tímaskekkjur ásamt samnemdum sínum. Hún á eina dóttur.

Það þarf vart að taka fram hér hversu mikilvægt þetta verkefni er íslenskum tónlistarkonum og senunni almennt – sýnileiki, innsýn í vinnu þeirra og sköpun, virðingu fyrir starfi þeirra – svo ekki sé talað um það tengslanet og stuðningsnet sem byggist upp fyrir konur, og styður þær í að semja enn meira.

Harpa Fönn verkefnastjóri og varaformaður KÍTÓN

Harpa Fönn Verkefnastjóri og varaformaður Kítón

Yfir vinnuvikuna hafa tónlistarkonurnar mestmegnis dvalið í félagsheimilinu ÁSbyrgi á Laugarbakka, og unnið myrkranna á milli, en þess á milli hafa konurnar heimsótt leikskólann, tónlistarskólann, farið í jóga, farið á selasetrið, heimsótt menningarfélagið og samtök sveitarfélagsins, kynnst fjölmörgum heimamönnum og verið afar sýnilegar hér í bæjarfélaginu. Þess má einnig geta að það er mikilvægt fyrir KÍTÓN að ráða heimamenn í verkefnið líka, og skila þannig tekjum til baka inn í skapandi geirann hér á Hvammstanga. Til að mynda er hljóðmaður og kerfi fengið héðan, sem og ljósmyndari. Að auki mun tónlistarkonan Stella frá Tjörn á Vatnsnesinu koma fram með stelpunum á tónleikunum, sem verða á föstudagskvöldinu 9. september, en þar mun hluti af afrakstri tónsmiðjunnar vera fluttur.

00028.Still073

Allt ferlið hefur verið kvikmyndað og úr efninu verður unnin heimildarmynd (um 40 min á lengd), sem verður sýnd í sjónvarpinu í vetur.

Hér fyrir neðan má sjá viðburðinn á Facebook.

https://www.facebook.com/events/164300087332897/

Comments are closed.