Tónlistarveisla LungA – Early bird miðar í sölu

0

LungA hátíðin á Seyðisfirði býður í fyrsta skipti upp á tveggja daga tónlistarveislu helgina 20-21 júlí. Sala á Early Bird miðum hófst í gær 28 febrúar, kl 12:00 á tix.is. Takmarkaður fjöldi miða er í boði og töluverður sparnaður í að tryggja sér einn slíkann.

Early bird verð, einn dagur 5.900 kr. Early bird verð, helgarpassi 8.900 kr. Einn dagur 7.900 kr Helgarpassi 10.900 kr.

Tónleikarnir verða veglegir í ár og spanna allt frá hágæða poppi, alþjóðlegu hip hoppi og artí elektroniku. Headlænerinn í ár kemur frá Bandaríkjunum og er engin önnur en hin valinkunna Princess Nokia, sem er þekkt fyrir líflega framkomu, framsækna og feminíska teksta. Aðrir sem munu prýða hið íkóníska svið á Norðursíldar planinu á Seyðisfirði eru:

Föstudagur:

Páll Óskar Hjálmtýsson ásamt dönsurum

Vök

TBA

TBA

TBA

TBA

Laugardagur:

Princess Nokia

Reykjavíkurdætur

Soleima

Alvia Islandia

TBA

TBA

LungA hátíðin hefur verið haldin á Seyðisfirði hvert sumar í júlí síðan 2000 og er því ein af elstu hátíðum landsins. LungA byrjaði smátt en stækkar með hverju árinu sem líður og stendur orðið yfir í 11 daga með þéttri og metnaðarfullri alþjóðlegri dagskrá. Þema hátíðarinnar í ár er Kyn eða “Gender” og munu fyrirlestrar, gjörningar, kvikmyndasýningar og ýmislegt annað á hátíðinni þetta árið bera merki þess.

Lunga.is

Skrifaðu ummæli