TÓNLISTARMYNDBAND VIÐ TITILLAGIÐ GERT OPINBERT

0

Mosi frændi var stofnaður í MH árið 1985 og er líklega um heimsmet að ræða þegar hljómsveitin sendir frá sér sína fyrstu stúdíóplötu 32 árum eftir stofnun. Mosi frændi á að baki hina rómuðu kassettu Suzy Creamcheese for president, smáskífuna Katla kalda / Ástin sigrar og tónleikaplötuna Grámosinn gólar. Útgáfutónleikar verða á Hard Rock Café þann 29. september og nú stendur yfir hópfjármögnun fyrir plötuútgáfunni á Karolina Fund

Lagið „Óbreytt ástand“ er innblásið af íslenskum tíðaranda eftirhrunsáranna, þar sem hjólförin virðast aðeins geta orðið dýpri og dýpri og erfiðlega gengur að komast úr sporunum. Þetta getur bæði átt við um einstaklinginn og samfélagið allt. Söguþráður myndbandsins lýsir þessu ágætlega eins og sjá má, það er mikið ströggl í gangi þótt árangur láti á sér standa.

Skrifaðu ummæli