Tónlistarmynd með Guðna Th. forseta og fleirum þjóðþekktum íslendingum

0

Hljómsveitin Rökkva hefur í samstarfi við Leikfélag Selfoss gefið út tónlistarmyndina Daughter earth. Myndin inniheldur öll lög af plötu hljómsveitarinnar By your tree sem gefin var út í haust af svissnesku útgáfufélagi sem kallast Waterfall of colours og er því eins og langt tónlistarmyndband plötunnar.

Hér má sjá leikarann Alex Ernir 11 ára á leiðinni að hitta forseta íslands.

Myndin fjallar um dreng í hjólastól sem leikinn er af hinum 11 ára Alex Erni Stefánssyni, en í myndinni ferðast hann um allt suðurland í leit að álfum og huldufólki og rekst á ýmsa á leiðinni og má þar helst nefna Guðna Th. forseta Íslands, Eddu Björgvinsdóttur, Stefán Hilmarsson, Björgvin Halldórsson og Dr. Gunna ásamt mörgum fleirum þjóðþekktum íslendingum sem koma allir fram í myndinni.

Myndina má sjá hér:

Lögin í myndinni eru í þessari röð:

 1. By your tree
 2. I want you to know
 3. Pain and pleasure
 4. Beneath it all
 5. Falling moon
 6. Let me live
 7. Daughter earth
 8. My winter
 9. It’s hell
 10. Fading away
 11. Ordinary
 12. Forver remember

Skrifaðu ummæli