TÓNLISTARMAÐURINN ORRI ER KOMINN Á KREIK

0

 

Tónlistarmaðurinn ORRI sendi í gær frá sér lagið ,,I Don´t Need You” af væntanlegri sóló plötu. Orri er búsettur á Spáni ásamt fjölskyldu sinni og hefur hann byggt sitt eigið hljóðver PERLA Studios þar í landi, en plata Orra var tekin upp í því hljóðveri af Orra og syni hans Mána Orrasyni. Einar Vilberg tók svo við keflinu og hljóðblandaði og masteraði plötuna í hljóðveri sínu Hljóðverk.

 

Orri semur öll lögin á plötuna sjálfur og megnið af textunum en auk Orra semur konan hans Auður Hansen einnig texta og sonur þeirra, Máni kemur einnig aðeins að textagerð á plötunni. Orri syngur og spilar á gítar á plötunni en honum til stuðnings er einvala lið hljóðfæraleikara. Platan er væntanleg í búðir á næstu vikum en hægt er að hlusta á og hlaða niður nýja laginu á heimasíðu Orra www.orrimusic.com

Skrifaðu ummæli