TÓNLISTARMAÐURINN FORVITINN GEFUR ÚT STUTTSKÍFUNA TWIN PINES 6. APRÍL

0
forvitinn-twin pines cover for raftonar record copy

Ljósmynd: Marcel Steger

Stuttskífan Twin Pines er frumraun listamannsins Forvitinn á útgáfufyrirtækinu Raftónar. Hann býður okkur upp á hágæða ljóðræna raftónlist – frá tregafullri sögu af ísbirni í haldi í laginu „Mad Polar Bear,“ frá hinu taktfasta „Third,“ hinu uppörvandi indíbræðing „You Fought Soldier“ og til sveimkenndrar nýklassíkar í „Even.“

aditional 1

Ljósmynd: Marcel Steger

Íslenska húsundrið Terrordisco kemur einnig við sögu með endurhljóðblöndun á laginu „Third.“ Þegar allt kemur til alls er þessi stuttskífa skínandi sýnishorn á fjölbreytnina í sköpun listamannsins – sem er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir og bjóða hlustendum sínum upp á tónverk sem eru viðkvæm, þenkjandi og einlæg.

Forvitinn, sem er búsettur í Berlín, er bæði dularfullur og áhugaverður listamaður. Burtséð frá tónlistarsköpun hefur hann starfað sem listmálari og myndhöggvari – ásamt því að vinna sem vídeólistamaður. Hann hefur starfað t.a.m. með hinum virta danshöfundi Constanza Macras og Gyðu Valtýrsdóttur sellóleikara – ásamt íslenska raftónlistarmanninum Ruxpin.

aditional 3

Ljósmynd: Marcel Steger

Skífan kemur út þann 6. apríl næstkomandi á vegum íslensku útgáfunnar Raftónar. Skífuna verður hægt að nálgast stafrænt í gegnum bandcamp síðu útgáfunnar – sem og á öllum helstu tónlistarveitum og stafrænum plötubúðum.

Raftónar er íslensk útgáfa sem hefur verið starfrækt frá árinu 2012 og er þetta tíunda útgáfan. Framundan eru útgáfur með listamönnum svo sem Ilo, Terrordisco, Buspin Jieber og Kid Sune.

Comments are closed.