TÓNLISTARMAÐURINN ANTON Á FLOTTRI UPPLEIÐ

0

anton

Anton Líni Hreiðarsson eða Anton eins og hann kallar sig hefur verið í tónlist síðan hann var lítill gutti. Anton kemur frá Þingeyri en er búsettur á Akureyri og stundar nám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Söngkeppni VMA 2016 fór fram í febrúar og endaði Anton í öðru sæti með frumsamda lagið sitt „Friendship.“

„Ég hef alltaf lagt mig allann fram í því sem snýr að tónlist. Þegar ég flyt hingað til Akureyrar kynnist ég strákum sem kalla sig Aquariion en það eru þeir Haukur Sindri og Kristján Karl en þeir sjá um svokallaða pródúseringu en sjálfur spila ég á gítar og píanó. Haukur Sindri, Birkir Blær og ég erum ný búnir að stofna bandið Blazers og spilum við þar á hljóðfæri eins og t.d. gítar, trommur og bassa en við erum enn að vinna í okkar fyrsta lagi.“ – Anton

tonni

Anton kom ekki fyrir svo löngu í viðtal á vísir.is þar sem hann opnaði sig um erfiðan missi. Anton missti foreldra sína og eins og hálfs árs bróður sinn í bruna á Þingeyri fyrir fjórtán árum. Eftir öll þessi ár byrjaði hann ekki að tala um þetta almennilega fyrr en fyrir svona ári síðan og byrjaði þá að horfast í augu við þessar minningar. Anton segir að tónlistin hafi hjálpað sér mikið við að læra að sætta sig við minningarnar.

IMG_1799

Lagið „Söknuður“ er eitt af lögum eftir Anton en hann samdi það um foreldra sína.

„Þetta lag er aðallega samið til þess að hjálpa mér í gegnum þetta og að leyfa öðrum að vita að þó ég hafi verið ungur þá man ég eftir flestu.“ – Anton

Gaman verður að fylgjast með Antoni og nýju hljómsveitinni hanns Blazers í framtíðinni og bíðum við spennt eftir fyrsta laginu frá þeim köppum.

Lagið „Söknuður“ eftir Anton:

Comments are closed.