TÓNLISTARMAÐUR OG LISTMÁLARI OPNAR SÝNINGU Á PALOMA

0

arnar-3

Arnar Birgis (27) tónlistarmaður, listmálari & lokaársnemi í myndlist við LHÍ heldur sýningu á Paloma. Opnun í dag fimmtudaginn 1. Desember. kl. 20:00 – 01:00. Sýningin, Huglægt landslag, mun standa í kjallara Paloma, Gallerí Kjallari, fram í janúar 2017.

Í Naustunum, milli The Dubliner og Húrra, leynist eitt best geymda leyndarmál íslensks næturlífs: Paloma. Palli og félagar hafa þar sniðið einn vinsælasta klúbb borgarinnar. Staðurinn er á tveimur hæðum og verður kjallarinn helgaður mynd- og ljóðlist á hverjum fimmtudegi í desember fram að jólum. Fyrstur til að sýna í galleríinu er rythmagangsterinn og maleríistinn, Arnar Birgisson. Hæglyndur en ákveðinn drengur úr Breiðholtinu sem hefur komið víða við á sínum stutta ferli.

arnar

Myndlistin kom óvænt inn í líf Arnars árið 2012. Eftir fornám í Myndlistarskóla Reykjavíkur lá leið hans í LHÍ. Meðfram málaralistinni hefur hr. Birgis unnið sem leiðsögumaður auk þess að vera velvirkur í mörgum hljómsveitum; á bæði trommur & slagverk, hann hefur einnig framleitt tónlistamyndbönd m.a. fyrir lag Teits Magnússonar, „Muðarhóf.“

Þetta mun vera fimmta einkasýningin hanns en einnig hefur hann tekið þátt í þremur samsýningum ásamt því að smokra málverkum sínum á ýmsa leynistaði Reykjavíkur.

Verkin á sýningunni, Huglægt landslag, opinbera hugarheim málarans. Sameiginlegur flötur liggur í landslaginu og tengingu við náttúruna. Þó sum verkanna sýni þessa eiginleika augljóslega, eiga önnur verk í mun meiri abstrakt tengingu við konseptin, hvort sem það liggur í hugmyndaferlinu eða sjálfri aðferðinni.

arnar-2

Þessi sýning byggir á landslagi, eitthvað sem er jú þekkt mótíf í íslenskri myndlistarhefð, en hjá Arnari eru fleiri leiðir að takmarkinu en bara að horfa og mála.
Meginmarkmiðið er nefnilega að mála í vissum transi og þannig ósjálfrátt, hvort sem undirmeðvitundin skapi verkið eða bara þær hreyfingar sem listmálarinn mundar við gerð verkanna er svo að sjálfsögðu huglægt mat.

Verkin eru máluð á tímabilinu 2014 til dagsins í dag og bera því merki um þroska og þróun. Gjörið svo vel að bragða af ávöxtunum. (Sýningin er sölusýning).

Dagskráin:

Opnun og fordrykkur 20:00 – 22:00

Upplestur ljóða: Kristian Guttesen og Gefjun 22:00 – 24:00

Kynnir/Sýningarstjóri: Teitur Magnússon

Uppetning: Palli & Arnar

Bakhjarl: Elvar

Stemmningsmeistari: TY (Þórir Gunnar úr Geimförum)

Verndarengill: Arnljótur

Skrifaðu ummæli