Tónlistarkonan Sigrún sendir frá sér plötuna Onælan

0

Tónlistarkonan Sigrún sendir frá sér plötuna Onælan. Sigrún steig sín fyrstu skref sem sólólistamaður árið 2016 þegar hún gaf út smáskífurnar Hringsjá og Tog og í kjölfarið Smitara árið 2017 sem hún hlaut Kraumsverðlaunin fyrir það ár. Fyrir það hefur hún starfað mikið sem hljóðfæraleikari fyrir hinar ýmsu hljómsveitir á tónleikaferðalögum útum allan heim.

Platan er búin að vera í vinnslu í um ár, en nú þegar hafa 2 lög af plötunni, Anneal me og Vex, komið út og eru fáanleg á spotify, soundcloud og bandcamp.

Sigrún kemur fram á komandi Iceland Airwaves hátíð í nóvember þar sem platan verður frumflutt.

https://www.s1grun.com/

Bandcamp

Soundcloud

 

Skrifaðu ummæli