TÓNLISTARKONAN ÍRIS LEGGUR LAND UNDIR FÓT

0
ÍRiS by Kristina Petrosiute

Íris. Ljósmynd: Kristina Petrosiute

Upphaf fyrsta opinbera hljómleikaferðalags tónlistarkonunnar ÍRiS (Íris Hrund Þórarinsdóttir) til Bretlands hófst í vikunni og hefur verið mjög viðburðaríkt.

„Það var sannarlega gaman að fá svona jákvæðar móttökur frá fyrsta degi en uppselt var á fyrsta viðburðinn sem ég kom fram á, á laugardagskvöldið í Deptford Cinema í London. Á tónleikunum kynnti ég nýjar rafrænar útsetningar af væntanlegri útgáfu sem stefnt er á að komi út seinna á árinu. Viðburðurinn var skipulagður af ensk-íslenska listhópnum Huldufugl sem stofnaður var af Nönnu Gunnars og Owen Hindley.“ – Íris

ÍRiS by Kristina Petrosiute (2)

Íris. Ljósmynd: Kristina Petrosiute

Teymið skapaði sérhannað sviðsmyndband fyrir hvert og eitt lag sem var spunnið á staðnum og flutt í takt við tónlistina og snérist kvöldið um að kynna íslensk listform.

ÍRiS skapar dulúðuga og draumkennda raftónlist. Röddin, sem hefur verð lýst sem dökkri og dínamískri, leiðir tónlistina áfram með lúppum og effektum sem skapa framlengingu á hljóðheimi raddarinnar. ÍRiS á að baki hljómplötuna Penumbra sem kom út árið 2013 við góðar undirtektir, en nafnið vísar í það þegar algjört ljós og myrkur mætast, þegar andstæður í tónlist mætast. Nýjar rafrænar lagasmíðar marka spor að nýrri stefnu og leggja þar með drög að komandi útgáfu.

„Á meðan hljómleikaferðalaginu stendur spila ég víðsvegar um London m.a. samhliða íslensku tónlistarkonunni Mimra. Þá fer ég til Glastonbury og loks í Bristol og mun til viðbótar við mitt verkefni, koma fram með hljómsveitinni Grúska Babúska sem leggur land undir fót á hljómleikaferðalagi á næstu dögum.“ – Íris

ÍRiS live at Deptford Cinema. Video art by Huldufugl.

Hægt er að fylgjast með ferðalaginu og skyggnast á bak við tjöldin á vefsíðunum irismusic.isfacebook.com/irismusiciris og instagram.com/irismusic.is. Þess má einnig geta að vefsíða Huldufugls erhuldufugl.is.

Comments are closed.