TÓNLISTARKONAN FURA SENDIR FRÁ SÉR BREIÐSKÍFU OG MYNDBAND Í DAG

0

fura

Tónlistarkonan Fura eða Björt Sigfinnsdóttir hefur verið ansi áberandi að undanförnu en fyrsta breiðskífan hennar var gefin út á heimsvísu í dag. Platan er virkilega flott í alla staði en tónlistinni má lýsa sem tilfinningaþrungnu, elektrónísku listapoppi. Hallur Jónsson og Janus Rassmussen úr hljómsveitunum Bloodgroup og Kiasmos eru Furu innan handar á plötunni og er útkoman draumi líkast.

fura 3

Einnig kemur út í dag myndband við lagið „Demons“ en það er unnið af hinni hæfileikaríku Carla Zimbler.

Einstaklega flott myndband sem passar tónlistinni afar vel.

Comments are closed.