TÓNLISTARKONAN BLÁSKJÁR SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ SILKIREIN

0

BLASKJAR2

Silkirein er önnur smáskífa af væntanlegri stuttskífu tónlistarkonunnar Bláskjár sem kemur út í haust. Lagið er dáleiðandi blanda af íslenskri 17. aldar ljóðlist og folk skotnu triphoppi, með rafmögnuðum hljóðheim. Lagið er samið við ljóð Stefáns Ólafssonar, Raunakvæði, sem samið var á 17. öld.

Upptökustjórn er í höndum Einars Stefánssonar, sem hefur unnið mikið með Reykjavíkurdætrum og hljómsveitinni Vök og er lagið tekið upp í stúdíói hans en píanóupptökur fóru fram hjá Danna Pollock í Tónaslóð, þar sem notast var við yfir 100 ára gamlan flygil til að gefa laginu fornt yfirbragð.

Tónlistarkonan hlaut nýverið styrk frá Tónskáldasjóði Rásar 2 til að fjármagna upptökur á væntanlegri stuttskífu og fyrr í sumar var Bláskjár valin í 10 hljómsveita úrslit af Rás 2,  í Unsigned Talent Competition á vegum ATP Iceland hátíðarinnar. Myndband við lagið er í bígerð og kemur út í ágúst.

Comments are closed.