TÓNLISTARFERÐASJÓÐUR KEX HOSTEL TILKYNNIR SÍNA FYRSTU ÚTHLUTUN

0

kex út

Fyrsta úthlutun Tónlistarferðasjóðs KEX Hostel af mörgum voru veitt á þriðjudagsmorgun 31. maí. Alls bárust 25 umsóknir sjóðnum í ár og í flestum tilfellum var um að ræða mjög metnaðarfull og verðug verkefni. Úthlutunarnefnd komst að niðurstöðu í síðustu viku og var litið til metnaðar verkefnanna sem og umsóknanna sjálfra og fjárhagsáætlana.

zhrine

Zhrine

Verkefnin sem hlutu styrk í ár eru eftirfarandi:

JúníusMeyvant hlaut 500 þúsund fyrir stóra og kostnaðarsama tónleikaferð um Evrópu í haust.

Þungarokkhljómsveitin Zhrine hlaut 150 þúsund fyrir mánaðarlanga tónleikaferð um Bandaríkin með hinni virtu þungarokksveit Ulcerate frá Nýja Sjálandi í nóvember. Sísí Ey hlaut 150 þúsund fyrir tónleika hljómsveitarinnar á Glastonbury í sumar.

Gyða Valtýsdóttir hlaut 100 þúsund fyrir tónleikaferð um Evrópu þar sem hún spilar m.a. tvenna tónleika með írska tónlistarmanninum Damien Rice.

Antimony hlaut 100 þúsund fyrir tónleika sína Citadel í London en sveitin var valin sem upphitunaratriði af Sigur Rós.

Comments are closed.