„Tónlist verður pottþétt rauði þráðurinn í lífi mínu“

0

Ljósmynd: DV.

Verslunin 12 Tónar fagnar um þessar mundir tuttugu ára afmæli sínu en Lárús segir þrautseigju oft vanmetna. Lalli og félagar hjá 12 Tónum eru um þessar mundir að forselja allskonar fágætan varning á vefsíðunni Pledgemusic.com og má þat t.d. Nefna bók um tuttugu ára sögu verslunarinnar svo sumt sé nefnt.

Albumm náði tali af Lalla og svaraði hann nokkrum léttum spurningum um herlegheitin.


Fyrir skömmu hélt verslunin 12 Tónar uppá tuttugu ára starfsæfmæli sitt. Bjóstu við að vera þetta lengi í bransanum?

Góð spurning! Hugsaði þannig séð aldrei um það en eftir því sem árin hafa liðið þá finnst manni kannski að það gæti skipt einhverju máli. Menn koma og fara eins og gengur en ég hef lært að þraustseigja er oft vanmetinn eiginleiki.

12 Tónar á Skólavörðistíg.

Nú eruð þið að selja allskonar varning á vefsíðunni Pledgemusic.com. Hvað eruð þið að selja og hvernig kom þetta alltsaman til?

Við erum að forselja ýmsa hluti m.a. bók um fyrstu 20 árin í sögu okkar þar sem margt skemmtilegt ber á góma. Við erum að selja sérstaka afmælis boli og töskur sem fara ekki í almenna sölu. Útgáfu á Börnum Náttúrunnar meistaverki Hilmars Arnar í fyrsta skipti á vínyl. Alls konar fágæti, plaköt ofl. Svo eru ýmsir möguleikar á að leggja okkur lið og það var líka hugmyndin að gefa fólki tækifæri á að styðja við bakið á okkur á þessum tímamótum.

Hvenær rennur söfnunin út og með hverju mælir þú með að fólk versli sér?

Söfnunin stendur eitthvað fram á sumar.  Þarna eru fjölbreyttir hlutir td er hægt að kaupa glæsilega matarveislu þar sem við drengirnir spilum uppáhalds íslensku tónlistina okkar og kokkum úr besta íslenska hráefni!

Lalli, Jóhann og Einar.

Hvar sérsðu þig og 12 Tóna eftir tutuugu ár?

Ég vona að fyrirtækið nái að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og eftir 20 ár standi það áfram fyrir gæði og góða þjónustu. Hvar ég verð sjálfur er annað mál en tónlist verður pottþétt rauði þráðurinn í lífi mínu.

Við mælum eindregið með að fólk skelli sér á Pledgemusic.com og versli sér allskonar gúmmelaði!

12tonar.is

Skrifaðu ummæli