TÓNLIST OG MYNDLIST TVINNAST SAMAN Á SKEMMTILEGAN HÁTT

0

iceland-1

Það hefur varla farið framhjá neinum að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er á næsta leyti og er dagskráin vægast sagt glæsileg í ár. Digable Planets, Kiasmos, Sóley og Björk er lítið brot af því sem kemur fram en yfir 200 listamenn spila á hátíðinni í ár!

Listamaðurinn Strøk gerði verk út frá Íslensku hljómsveitinni Mammút á laginu „I Pray For Air In The Water”

Fólk hefur eflaust tekið eftir vel skreyttum veggjum í miðbæ Reykjavíkur en það er hluti af hátíðinni og er gert í samstarfi við þýsku listasmiðjuna Urban Nation undir yfirskriftinni Wall Poetry. Hugmyndin er að hvert verk er unnið út frá tilteknu lagi og hljómsveit sem gerir það að verkum að myndlist og tónlist tvinnast saman á frábæran hátt. T.d. gerði listamaðurinn Strøk verk út frá Íslensku hljómsveitinni Mammút á laginu „I Pray For Air In The Water”  og listamaðurinn Phlegm vann sitt verk út frá hljómsveitinni Múm svo fátt sé nefnt.

Listamaðurinn Phlegm vann sitt verk út frá hljómsveitinni Múm

Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. Nóvember og má búast við gríðarlegri stemmingu líkt og fyrri ár! Hér fyrir neðan má hlusta á skemmtilegann Iceland Airwaves playlista!

 

 

Comments are closed.