TÓNLEIKARÖÐIN TENGSL HEFST Í KVÖLD Á HÚRRA

0

tengsl

TENGSL er ný tónleikaröð þar sem frændur, frænkur, systur, bræður, pabbar, mömmur, ömmur, afar og vinir koma saman, vinna, skapa og mynda TENGSL á annan hátt.

Fyrsta kvöldið eru styrktartónleikar tileinkaðir Lindu Mogensen en hún hefur verið að berjast við illviðráðanlegt krabbamein.

Fram koma:

Mammút

Stereo Hypnosis

X Heart

Brilliantinus

Tónleikarnir fara fram á skemmtistaðnum Húrra og byrja þeir stundvíslega kl 20:00

Miðaverð er einungis 2.500 kr og er hægt að kaupa miða á miði.is

Comments are closed.