TÓNLEIKARÖÐIN RYKIÐ AF ROKKINU HEFST FÖSTUDAGINN 24. MARS

0

Tónleikaröðina Rykið af Rokkinu hefur göngu sína núna á morgun föstudaginn 24. Mars á Paddy’s.  Sögufrægar keflvískar hljómsveitir vakna úr löngum dvala og leiða saman hesta sína Um er að ræða hljómsveitir sem voru starfandi í kringum aldamótin síðustu en lífleg rokksena var þá á svæðinu.

Hljómsveitirnar sem troða upp á þessu fyrsta kvöldi eru:

Skvaldur

Ritz

Mystery Boy

Tommygun Preachers

Árni Jóhannsson frá Sögufélagi Suðurnesja flytur erindi um hljómsveitirnar út frá sagnfræðilegu sjónarmiði. Nútíma sagnfræði er líka sagnfræði.

Tónleikar hefjast kl. 22:00 og er aðgangseyrir 1.000kr

Hér er hægt að horfa á viðtal við Tommygun sem Sjónvarp Víkurfrétta tók:

Hér er hægt að hlusta á lag með Tommygun:

 

Skrifaðu ummæli