TÓNLEIKAR TIL HEIÐURS STEVIE WONDER

0

Í tilefni þriðja hjónabands Stevie Wonder, en hann gengur í það heilaga núna í júní, verða haldnir tónleikar honum til heiðurs á Húrra í kvöld 8. júní. Öllu verður til tjaldað en hljómsveitina skipa Elín, Elísabet og Sigríður Eyþórsdætur, Eyþór Gunnarsson, Andri Ólafsson, Magnús Trygvason Eliassen og Steingrímur Karl Teague.

Efnisskráin samanstendur af uppáhaldslögum hljómsveitarmeðlima, sem vill svo til að eru flest af plötum sem Wonder gaf út á árunum 1972-1976.

Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikarnir stundvíslega klukkan 21:00 og kostar 3.000 kr. Inn, selt við hurð.

Skrifaðu ummæli