TÓNLEIKAR TIL HEIÐURS SERGE GAINSBOURG

0

SERGE

Þriðjudagskvöldið 13. október kl. 21 verða tónleikar haldnir á Kaffi Rósenberg til heiðurs Serge Gainsbourg.
Serge Gainsbourg var franskur söngvari, textahöfundur, píanóleikari, tónskáld, leikari og leikstjóri sem var fæddur árið 1928 og lést árið 1991. Hann var mjög vinsæll en jafnframt umdeildur og ekki sýst vegna lifnaðarhátt sinn, en honum þótti sopinn góður og ekki leiðinlegt að vera í kringum fallegt kvenfólk.

SERGE 2

hljómsveitina skipa: Unnur Sara Eldjárn söngur, Daníel Helgason á gítar, Halldór Eldjárn á trommur og Alexandra Kjeld á kontrabassa.

Tónlist hans er svo fjölbreytt að útilokað er að setja hana undir einn ákveðinn hatt. Hún er sögð geta verið: djass, mambó, heimstónlist, franskar ballöður eða popp, stundum jafnvel rokk, reggý, raftónlist, diskó eða nýbylgja.

Gainsbourg var einstakur í sinni röð meðal franskra söngvaskálda. Textar hans voru einstaklega hugvitsamlega ortir, fyndnir og morandi í orðaleikjum sem gengu stundum fram af fólki.

Á morgun 13. október á Kaffi Rósenberg munu flottir ungir tónlistarmenn heiðra þennan snilling, en hljómsveitina skipa:

Unnur Sara Eldjárn söngur, Daníel Helgason á gítar, Halldór Eldjárn á trommur og Alexandra Kjeld á kontrabassa.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og kostar 1.500 kr inn en 1.000 kr fyrir námsmenn.

Comments are closed.