Tónleikar, fyrirlestrar og sónarspil á 25 ára afmæli Sónar

0

Hljómsveitin Underworld.

Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hefst formlega í dag og fer hún fram á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni má finna hér.

Aldrei hafa fleiri erlendir gestir sótt Sónar Reykjavík heim. Meðal þeirra sem koma fram hátíðinni í ár er bandaríski rapparinn Danny Brown (US), breska danssveitin Underworld (UK) og hin upprennandi grime stjarna Nadia Rose (UK) – ásamt því nýjasta og veigamesta sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða. Má þar nefna nýkrýnda verðlaunahafa Íslensku tónlistarverðlaunanna; JóaPé og Króla (tónlistarflytjendur ársins), Joey Christ (rapp og hip-hop lag og plata ársins), Vök (raftónlistarplata ársins). Einnig stíga á svið Högni, Reykjavíkurdætur, Kiasmos (DJ-set), og eitt stærsta nafnið í íslenskum tónlistarútflutningi síðustu tvö árin; Bjarki sem og hljómsveitin GusGus sem heimsfrumflytur á sviði efni af nýrri breiðskífu sinni; Lies are More Flexible.

 

Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík. Sónar hófst sem lítil tónlistarhátíð í Barcelona árið 1994, en í dag sækja um 115.000 manns hátíðina heim í júní ár hvert. Sónar Reykjavík er fyrsta Sónar hátíðar ársins, og sker sig úr er varðar stærð og metfjölda innlendra listamanna. Í kjöfar Sónar Reykjavík fara síðan fram Sónar hátíðir í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires í ár.

Greitt fyrir veitingar með Token:

Fjórar token sölustöðvar verða settar upp í Hörpu, þar á meðal ein við hlið armbandaafhendingar. Er þetta gert með það að augnamiði að stytta afgreiðslutíma í Hörpu þegar kemur að veitingum umtalsvert. Fyrirkomulagið ættu gestir sem sótt hafa hátíðir og ráðstefnur erlendis að þekkja en eina leiðin til þess að versla veitingar á hátíðarsvæðinu verður með fyrrnefndum hætti.

Miðasala og stakir miðar:

Enn er hægt að tryggja sér miða á hátíðina, bæði í formi hátíðarmiða og aðgöngumiða á einstök tónleikakvöld sem gilda á alla tónleika annaðhvort föstudag eða laugardag. Miðasala fer fram á midi.is og í Hörpu.

 

Sonarreykjavik.com

Skrifaðu ummæli