TÓMAS YOUNG

0

DSC_0099

Tómas Young er margt til lista lagt og er mjög afkasta mikill einstaklingur. Hann er maðurinn á bakvið All Tomorrows Parties en ekki nóg með það heldur er hann einnig framkvæmdarstjóri Hljómahallar og Rokksafn Íslands. Við tókum hann tali og fengum að vita hvernig honum leið þegar Nick Cave datt af sviðinu, hvernig ATP kom til og hvað er að gerast í Hljómahöll og á Rokksafni Íslands!


Hvað heitir maðurinn og hvert er þitt starfsheiti?

Ég heiti Tómas og er framkvæmdarstjóri Hljómahallar og forstöðumaður Rokksafn Íslands, í day djobbinu en svo er ég líka stjórnandi ATP (All Tomorrows Parties) einnig er ég faðir og unnusti og þá er nánast allt upptalið.

Hvernig byrjaðir þú í þessu tónlistarbraski?

Ég átti eldri bróðir sem lést þegar ég var átján ára en ég var mjög smitaður af mikla tónlistaráhuga hanns. Ég man svona hálf óljóst eftir því en þegar ég var fimm ára þá kom Appetite For Destruction út og ég man að hafa heyrt byrjunina á fyrsta laginu, Welcome To The Jungle. Ég var mikið í kringum tónlist, byrjaði að hlusta á Guns ´N RosesSkidrow og eitthvað svoleiðis dót. Ég er örugglega svona átta eða níu ára þegar ég fer á tónleika í tónlistarskólanum í Keflavík. Þar var lúðrasveit að spila en ég horfði bara á einn gaur allan tímann og það var trommarinn. Eftir tónleikana gefur trommarinn mér trommukjuðana og eftir það lamdi ég öll húsgögnin heima. Ég er níu ára þegar Freddie Mercury deyr og það eru haldnir minningartónleikar á Wembley en þar sá ég Metallica spila og ég bara „já mér langar að vera eins og þeir, mér langar að gera þetta.“ Mamma og Pabbi skráðu mig í tónlistarskóla og ég var í honum í fimm ár og lærði á trommur, þannig byrjaði þetta. Ég var í einhverjum krakkaböndum til að byrja með en fer svo í unglingahljómsveitir, ég var í ball hljómsveit sko! Sem spilaði á Þorlákshöfn, Garði og Sandgerði og eitthvað. Ég var í hljómsveit í tónlistarskólanum með nokkrum strákum en sumir af þeim hafa nú alveg náð langt í tónlistinni, eru að spila á Básúnu hjá Sigur Rós og eru í Valdimar svo fátt sé nefnt. Ég tók þátt í músíktilraunum tónabæjar með rappbandi sem hét Oblivion en eftir það fer ég í hljómsveit sem hét Rými. Við tókum þátt í Rokkstokk sem var svona músíktilraunir í Keflavík undir nafninu Jóðdís sem seinna varð að hljómsveitinni Rými, við gáfum að meira að segja út plötu. Þegar ég er orðinn svona sautján eða átján ára þá kemur bassaleikarinn okkar heim af Hróaskeldu. Ég hafði heyrt nafnið en vissi ekkert hvað þetta var en ég fékk mjög langar og greinagóðar lýsingar á allri tónlistinni sem var í boði á Hróaskeldu og þetta hljómaði eins og þetta væri eitthvað óraunverulegt. Hann gat bara valið það á milli t.d. Rage Against The MachineSuedeMarlyn Mansone og Mettallica og ég bara „ha, var þetta allt á sama staðnum.“ Þegar ég kem heim þá sendi ég e-mail á hátíðina, það var bara búið að tilkynna einhver þrjú bönd en ég vissi að það ætti að vera um hundrað og fimmtíu bönd og spurði hvenær næsta tilkynning kæmi. Þetta er pínu ótrúleg saga en þeir semsagt sjá það á e-meilinu að ég er frá Íslandi og þeir voru einmitt að leita að einhverjum til að hengja upp plaköt fyrir sig á Íslandi og mögulega finna einhvern til að selja miða. Þau spurðu mig hvort ég gæti gert það og í staðin fengi ég frítt á næstu Hróarskeldu og ég bara „uu já“ sautján ára og hafði aldrei farið á Hróaskeldu. Á nokkrum árum þróaðist þetta yfir í það að ég var orðinn opinber tengiliður milli Hróaskeldu og Íslands. Hluti af mínu djobbi var að finna fólk til að dreifa plakötum, ég setti upp vefsíðu sem hét Roskildefestival.is og ég var í miklu sambandi við fjölmiðlana, það var svona aðal dæmið. Það sækja rosalega margir fjölmiðlar um að fá að vera á hátíðinni og það var mitt djobb að segja hvaða miðill ætti að fá passa og hvaða miðill ætti að fá passa og hvaða miðill ætti ekki að fá passa. Á hátíðinni sá ég um fjölmiðlana og tók þá í svona túra, t.d. baksviðs og svoleiðis, sýndi þeim appelsínugula sviðið og Marena og hitti með þeim stjórnendur hátíðarinnar, ég var svona milliliður. Ég fór á Hróaskeldu 13 ár í röð, var í þessari hljómsveit þangað til ég var tvítugur en Um tvítugt fæ ég heimsreisudellu og fer þá til Tælands. Hálfu ári eftir það fer ég og Klara unnusta mín í fjögurra mánaða heimsreisu og förum þá til allra heimsálfanna nema suðurskautslandsins. Ég skráði mig svo í Háskólann og fór þar í ferðamálafræði og það var alls ekki til að drepa ferðabakteríuna. Á öðru ári tók ég mér frí frá skólanum og vann eins og brjálæðingur og safnaði pening. Fór þá í þriðju heimsreisuna og var þá í sjö mánuði, hinn hringinn í kringum heiminn. Ég var semsagt í ferðamálafræði í Háskólanum en ég skrifa lokaritgerðina mína um tónlist. Tek viðtal við erlenda gesti á Iceland Airwaves hátíðinni og er að spyrja þá um samspil þeirra og Iceland Airwaves, man ekki alveg um hvað hún fjallaði en þetta var eitthvað um áhrif Iceland Airwaves. Ég held svo áfram með masterinn og fer að læra markaðsfræði og alþjóða viðskipti og er bara í einhverjum gír á þessum árum og fannst gaman í skólanum og skrifa þá aftur lokaritgerðina mína um tónlist og þá um Útón, um stuðning útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar við íslenska tónlistarmenn. Þannig kynnist ég Önnu Hildi sem var þá að stýra Útón og það endaði með því að ég fór að vinna hjá þeim og vann þar í fjögur ár. Áður en ég hætti hjá Útón þá fær maður þessa dellu að halda tónlistarhátíð uppá Ásbrú og fyrsta hátíðin er árið 2013, nokkrum mánuðum seinna er starfið auglýst í Hljómahöll og ég sá að þekking mín mundi nýtast mjög vel þarna og einnig í mínum heimabæ. Ég var búinn að mynda tengsl við ansi marga tónlistarmenn og maður ætti að eiga ansi greiðan aðgang að þeim og auk þess væri ég skipulagður og kynni að stýra hlutunum. Ég byrjaði að vinna þar í Desember 2013 og Hljómahöll opnar í Apríl árið 2014. Þetta er mín saga, ég held ég sé ekki að gleyma neinu. Þetta er ansi margt og það hefur alltaf allt snúist um tónlist, ekkert annað en tónlist (hlátur).

15914_719250858194474_4085950654772828694_n DSC_0088

 

Hvernig kom ATP (All Tomorrows Parties) ævintýrið til?

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar stóðu fyrir hugmyndasmiðju þar sem þeir hóuðu í aðila sem tengdust tónlist og væru af svæðinu. Við í þessum hóp áttum að koma með hugmyndir hvernig væri hægt að glæða Ásbrú lífi, í tónlistarlegum skilningi. Ég mætti með það að leiðarljósi að ég var að fara að setja fram hugmyndir en alls ekki að taka þátt í að framkvæma þær af því að ég var þá með tveggja ára gamalt barn og þetta var í júní og Hróarskelda alveg að detta í gang, það var einhvernvegin allt í gangi. Þarna komu allskonar klikkaðar hugmyndir eins og oft gerist í svona hugmyndasmiðjum. Allt frá því að skipuleggja kóramót og að búa til safn með gömlum hljóðfærum og ég veit ekki hvað og hvað. Það voru nokkrir aðilar sem komu með hugmynd um að gera þarna tónlistarhátíð af því að þarna væri einhverskonar aðstaða. Við fórum svo í göngutúr um svæðið og þar sáum við meðal annars Atlantic Studios og átti að vera svona blackbox og var kvikmyndaver. Ég kom þarna inn og ég skildi ekki hvað þetta var rosalega flott! Búið að gera alla veggi svarta, búið að græja gólfið, mála loftið svart og þetta var eins og soundstage þar sem bíómyndir eru teknar upp en alveg fullkomið til tónleikahalds. Ég skildi ekki af hverju það væri ekki búið að halda tónleika þarna. Þarna var nóg pláss og tugi herbergja þannig hver hljómsveit gæti verið með sitt eigið backstage herbergi. Við göngum svo yfir í Andrews Theater en það var búið að taka það allt í gegn.  Við sáum svo allar byggingarnar þar sem fólkið svaf og það var þá sem hugmyndin kviknaði. Þetta hélt fyrir mér vöku sko! Ég skildi ekki af hverju enginn væri búinn að gera þetta! Ég sá bara fullt af tækifærum þarna. Ég bara keyri semí af stað í þetta, búa til Excel skjalið og sjá hvort þetta meiki sense, hvað þyrfti til, hvort maður gæti fengið einhvern stuðning. Ég sótti um nokkra styrki og ég fékk tvo af þeim. Tveir af strákunum úr Rými höfðu farið á ATP en ég hafði aldrei farið. Einn af strákunum spurði mig af hverju ég bara talaði ekki við ATP „þetta er kool fólk og er örugglega til í að gera sína hátíð hérna.“ Ég sendi þeim meil og sagði þeim aðeins frá staðnum, að þetta væri fyrrverandi Nato herstöð og svona og þau höfðu strax áhuga. Hálfu ári seinna voru þau á leiðinni til New York að halda ATP og ákváðu að stoppa hérna við, voru hérna í einn sólarhring og voru bara strax sold! Þau sáu svæðið og fannst það fullkomið. Við fórum strax í að plana og finna hljómsveitir og bara gera allt sem þurfti að gera. Það liðu um fjórir eða fimm mánuðir þangað til við fengum já frá Nick Cave sem var fyrsti headline-inn og eftir það þurfti maður að taka ákvörðun hvort maður ætlaði að vaða af stað í þetta eða ekki og ég ákvað að láta vaða.

DSC_0112

Var þetta ekki rosalega mikil vinna?

Jú! Pabbi minn varaði mig við því, hann sagði að þetta yrði mjög mikil vinna. Ég er svona dellukarl og sé það ekki allt fyrirfram sko. En jú þetta var sko hellings vinna og sérstaklega þegar þetta er svona hliðarverkefni. Þetta er ekki mitt fulla starf og maður er að reyna að sinna þessu svona með öðru um kvöld og helgar en svo á maður líka tvö börn og fjölskyldu og vini og allskonar sem þarf að sinna. Maður er titlaður kannski framkvæmdarstjóri en sannleikurinn er sá að 90% af árinu er maður að gera nánast allt sjálfur hvort sem það er að borga reikninga eða sækja um styrki eða tala við bönd og skipuleggja markaðsmálin, panta mat, finna gistingu fyrir gestina, listinn er endalaus og lengist alltaf. Skipulagið á fyrstu og annarri hátíðinni heppnaðist gríðarlega vel og segjum sem svo að þessi hátíð mundi einhvertímann hætta að þá getur maður allavega verið stoltur af því að við náðum að hugsa fyrir öllu. Það var búið að vara mig við því að það tæki nokkur ár að byggja upp tónlistarhátíð og svo ég tala nú ekki um fyrir utan höfuðborgina. Hraðinn á vextinum er alveg ótrúlegur og fjöldi gesta hefur tvöfaldast á milli hátíða, sem er vægast sagt mjög gott!

DSC_0008 - Copy - Copy

Fékkstu panic attack þegar Nick Cave datt af sviðinu?

Já já já! Sko, mín viðbrögð þegar ég sá þetta var að ég hreyfði mig ekki úr stað sko, ég bara skildi ekki hvað var í gangi. Ég stóð aftast og sá hann á sviðinu og svo sá ég hann ekki, svo heyrði ég alveg ólýsanlegan háan skell sem kom seinna í ljós að það var míkrófónninn hanns að skella í steypunni. Fólk byrjaði strax að tala um að hann væri dottinn af sviðinu. Það liðu einhverjar sekúndur þar sem hann kom ekki á sviðið og ég man að ég bara fraus. Ég man að Egill Tómasson sem sér um production á hátíðinni, hann stóð við hliðin á mér þegar hann dettur en svo var hann bara horfinn, hanns viðbrögð voru að hlaupa og athuga hvort allt væri í lagi en á meðan fraus ég bara og hjartað fór í gegnum gólfið. Hann var í öðru lagi sko! þetta voru einhverjar 48 sekúndur sem hann var ekki á sviðinu en fyrir mér voru þetta alveg tíu mínútur. Ég hélt að það væri allt ónýtt, ég hélt að við hefðum drepið Nick Cave (hlátur). Eftir tónleikana hélt ég að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir, hann fékk hvítt handklæði til að þurrka svitann og það var bara blóð í handklæðinu. Gæslan sagði að hann væri örugglega með innvortis blæðingar og ætti að fara beint á sjúkrahús en svo kom í ljós að hann marðist illa og hafði bitið í kinnina á sér eða eitthvað álíka. Þetta varð til þess að nafnið á hátíðinni fór útum allan heim, þetta kom í Rolling StoneNME og Uncut þetta bara fór útum allt! Þetta var pínu sjokkerandi.

DSC_0012 - Copy - Copy DSC_0015 - Copy

Hvert er þitt starf í Hljómahöll og á Rokksafni Íslands?

Ég er framkvæmdarstjóri Hljómahallar en það eru í rauninni tveir stjórar í húsinu, það er ég og svo er það tónlistarskólastjórinn. Ég sinni öllum þeim hluta hússins sem snýr að Hljómahöll semsagt Stapanum og Bergi sem eru tónleikastaðirnir og svo Rokksafninu einnig er annar staður sem heitir Merkines og einnig er Bíó í safninu sem heitir Félagsbíó. Þetta er það svæði sem tilheyrir mér en ég hugsa ekkert um tónlistarskólann. Mitt starf er í rauninni allskonar það er allt frá því að ráða fólk og sjá um launamál, tala við mjólkursamsöluna og finna einhvern til að gera við niðurföll. Ég er líka að sjá um dagskránna sem við stöndum fyrir og mikið af því sem við gerum er að leigja út salina, það er t.d. rosalega mikið sótt í Stapann það eru mjög fáir staðir á þeirri stærðargráðu á Suðurnesjum sem getur tekið allt að þúsund manna böll og allt að fimm hundruð manns í sitjandi tónleika. Eitt hlutverk Hljómahallar er að auka menningarlífið í bænum og þá kemur það í minn hlut að vera að bóka tónlistaratriði og það blandast líka inní þetta eins og uppistand og annað slíkt. Ég er líka forstöðumaður Rokksafn Íslands þannig ég þarf líka að vera að pæla í því hvað á að gera þar. Núna erum við t.d. að undirbúa fyrstu sérsýninguna okkar sem verður um Pál Óskar en hún mun opna um miðjan Mars. Ég sé einnig um að kaupa inní búðina á safninu, við erum semsagt að selja boli og annan varning, ég sé líka um að halda utan um munina á safninu og finna og panta ef eitthvað vantar.

DSC_0026 - Copy DSC_0035 (1)

Er ekki mikið vesen af fá alla þessa muni á Rokksafnið?

Já og nei, margir hafa gefið okkur muni af fyrrabragði eins og t.d. Páll Óskar hann sá að þarna væri vettvangur fyrir hann að geyma munina sína í öruggu húsi. Hann lét okkur t.d. fá alla búningana sína í gegnum tíðina alveg frá fyrsta búningnum sem hann var í, Rocky Horror í M.H. Eins var það með trommusettið hanns Gunnars Jökulsen það var aðili sem benti okkur á það að hann væri með settið og það hefðu örugglega margir gaman af því að berja það augum. Svo er það hinn vængurinn og það er að eltast við muni en það er eitthvað sem við erum ekki mikið byrjuð á en við höfum aðeins snert á því en það hefur yfirleitt ekkert komið mikið útúr því. Við erum hrifin af öllum munum frá öllum tónlistartegundum og þótt þetta heiti Rokksafn Íslands þá er fyrsta sérsýningin okkar um Poppstjörnu Íslands. Hvort það sé rapp,popp, rokk eða bara hvað sem er þá höfum við áhuga svo lengi sem að munirnir hafi sögulegt gildi. Við höfum ekki farið mikið útí það að eltast við einhverja ákveðna muni, af því að Poppminjasafn Íslands var búið að forvinna þetta svolítið fyrir okkur og það eru til fullt af munum frá fyrstu sýningunni, við erum bara með brot af þeim. Við erum t.d. með eitt og annað frá Smekkleysu tímabilinu eins og trompetinn hanns Einars Arnars, kjóla af Björk og fyrstu kassettuna af Lifes To Good, það eru mjög flottir munir. Við eigum það mikið af munum að það er ekki komin mikil pressa á að fara að safna munum alveg strax. Eins og safnið er sett upp í dag að þá er þetta sett uppí tímalínu en það er bara grunnurinn en svo eigum við eftir að fylla það t.d. með þessum sérsýningum sem við erum að fara að gera og þá bætast við fleiri munir.

DSC_0053 DSC_0030 - Copy

Hver var pælingin með að hafa græjur á safninu fyrir fólk að prófa?

Pælingin er að þú komir á safn og ert ekki bara áhorfandi, söfn eru oftast hugsuð þannig að viðkomandi komi og skoði og fari svo heim. Í rokksafninu er hægt að skoða en einnig hægt að fikta. Við erum með svokallað hljóðbúr sem er fyrir miðju safninu en þar er hægt að lesa sig til um trommur, gítara, bassa og syntha en svo geturu líka prófað þessi hljóðfæri. Einnig erum við með mixer og við fengum hljóðrásirnar af Little Talks með Of Monsters And Men, þar getur fólk prófað að hljóðblanda lagið. Bara þetta tvennt að það er hægt að spila á hljóðfæri og mixa lag er töluvert meira en á mörgum öðrum söfnum. Við bjóðum einnig uppá Ipad og þegar fólk labbar þessa tímalínu þá getur fólk hlustað á tónlist frá hinum og þessum tímabilum þannig hún er mjög gagnvirk, þú ert með Ipad, mixer og hljóðbúr. Einnig eru níu sjónvarpsskjáir í sýningunni, það eru fjórir skjávarpar. Einnig er tuttugu og fimm manna bíó þar sem sýndar eru tónlistar heimildarmyndir, allt frá því að vera með Rokk í Reykjavík, Popp í Reykjavík, Heima með Sigur Rós og Gargandi Snilld svo fátt sé nefnt. Við fáum mjög oft erlenda ferðamenn sem koma og eru bara „ha ég ætlaði bara að kíkja í svona klukkutíma, ég þarf greinilega að gefa mér svona þrjá tíma ef ég ætla að skoða þetta allt“ fólk dettur inní myndirnar og svo bara „hey flugvélin mín er að fara“ (hlátur).

DSC_0082

 

 

Comments are closed.