TÓMAS LEMARQUIS FER Á KOSTUM Í NÝJU MYNDBANDI OF MONSTERS AND MEN

0

monster2

Hljómsveitin Of Monsters And Men var að senda frá sér nýtt textamyndband við lagið „Slow Life.“ Sveitin hefur áður sent frá sér nokkur slík myndbönd en yfirbragð þeirra er einn túlkandi og ein taka. Guðrún Bjarnadóttir, Natalie G. Gunnarsdóttir og Siggi Sigurjóns hafa öll túlkað textamyndband frá sveitinni og er nú röðin komin að stórleikaranum Tómasi Lemarquis.

tómas lemarquis

Tómas hefur komið víða við á viðburðaríkum ferli en hann sló rækilega í gegn í kvikmyndinni Nói Albinói árið 2003 en margt hefur gerst síðan þá. Kappinn lék á móti Kevin Costner í kvikmyndinni 3 Days To Kill,  lék illmennið í Snowpiercer og fer hann nú með hlutverk Caliban í kvikmyndinni X Men Apocalypse.

Lagið „Slow Life“ er tekið af nýjustu plötu sveitarinnar Beneath the Skin en hún hefur farið sigurför um heiminn.

Frábært lag og myndband hér á ferðinni og á Tómas algjörann leiksigur fyrir túlkun sína í myndbandinu.

Tjarnargatan leikstýrði myndbandinu.

http://www.ofmonstersandmen.com/

Comments are closed.