TOM OF FINLAND, DREAMS BY THE SEA, IMPROV ICELAND, NUNTIUS OG EGILL SÆBJÖRNSSON

0

Undanfarin ár hafa nemendur úr Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskólanum við Ármúla unnið myndbönd samhliða kvikmyndahátíðinni RIFF. Í ár mun Albumm.is birta afrakstur vinnu þeirra. Hér gefur að líta fyrsta innslagið frá opnunarkvöldi RIFF.

Tom of Finland er sönn saga um hvernig finnski listamaðurinn Touko Laaksonen hlaut alþjóðlega frægð fyrir teikningar sínar af óþvinguðum, stoltum, vöðvastæltum hommum. Hann merkti myndirnar með nafninu „Tom of Finland“. Myndirnar urðu vinsælar víða og settu aukinn kraft í hreyfingu samkynhneigðra. Myndin vann FIPRESCI verðlaunin í Gautaborg og er framlag Finnlands til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin

Myndir „Tom of Finland“ hafa verið til sýnins í andyri Háskólabíósins á meðan á RIFF stendur. Finnska sendiráðið efndi til sérstakrar móttöku að viðstöddum aðalleikara myndarinnar og við náðum honum í stutt spjall að lokinni Q&A sýningu myndarinnar.


Kvikmyndin Dreams by the Sea eða Dreymar vid havið, keppir um gullundan í ár. Myndin fjallar stúlku sem lifir tilbreytingasnauðu lífi á afskekktri eyju og hlýðir trúuðum foreldrum sínum án mótmæla. Dag einn flytur hin uppreisnargjarna Ragna í bæinn og saman njóta þær sumarnóttanna og láta sig dreyma um eitthvað annað, eitthvað betra.

Við hittum hinn færeyska Sakaris Stórá, leikstjóra myndarinnar að sýningu lokinni og spurðum hann nánar út í myndina og gerð hennar.


Spunaleikhópurinn Improv Ísland efndi til sýningar með kvikmyndaþema í tilefni RIFF. Hópurinn spinnur á staðnum, út frá uppástungum áhorfenda, spunaverk og söngleik í anda kvikmyndanna. Hver sýning hópsins er einstök, ekkert hefur verið ákveðið fyrirfram og sýningin verður aldrei endurtekin.


Nuntius er 60 mínútna mynd með finnska leikaranum Mr. Normall í aðalhlutverki. Myndin, sem er ávallt sýnd með lifandi undirspili raftónlistarmeistaranna Jimi Tenor og Jori Hulkkonen, er í stöðugri þróun. Nuntius er ferð manns frá einni vídd til annarrar. Viðburðurinn var styrktur af Menningarsjóði Íslands og Finnlands.


Myndlistarmaðurinn Egill Snæbjörnsson hélt utan um einna mínútna mynda viðburð RIFF í ár. Þemaið í þetta sinn var: Að skapa persónur. Eftir að sería einnar mínútu mynda var frumsýnd og ræddi Egill Sæbjörnsson um hvernig persónur eru búnar til.

Riff.is

Skrifaðu ummæli