TÓLF TÓNLEIKAR Á TÓLF KLUKKUTÍMUM

0
mugison

Mugison

Tónlistarhátíðin KEXPort verður haldin í fimmta skiptið í portinu fyrir aftan KEX Hostel laugardaginn 16. júlí næstkomandi frá tólf á hádegi til miðnættis. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs KEXP í Seattle og munu koma fram tólf tónlistaratriði á jafn mörgum klukkustundum.

hildur

Hildur

KEXP er útvarpsstöð sem sótt hefur Ísland árlega allt frá árinu 2009 og hefur unnið óeigingjarnt starf til kynningar íslenskrar tónlistar í Bandaríkjunum og víðar í heiminum.

Hátíðin er haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel og eru þeir opnir almenningi á meðan rúm leyfir. Mikill stemmning er fyrir KEXPort líkt í ár og er óhætt að segja að segja að fjölbreytni tónlistaratriða sé með besta móti. Meðal þeirra sem fram koma í ár eru ALVIA ISLANDIA, Mugison, Grísalappalísa, Hildur, Auður, Dj Flugvél og geimskip og fleiri.

alvia

Alvia Islandia

Myndbandstökur af tónleikunum í ár verður streymt beint í gegnum KEXP.ORG, Kexland.is og MusicReach.tv og er það í annað skiptið sem það verður gert.

Dagskrá tónlistaratriða í ár er efirfarandi:

12:00 DJ Flugvél & geimskip
13:00 $igmund
14:00 Hórmónar
15:00 Hildur
16:00 Auður
17:00 Mugison
18:00 Alvia Islandia
19:00 Tómas Jónsson
20:00 Tilbury
21:00 Singapore Sling
22:00 Misþyrming
23:00 Grísalappalísa

Comments are closed.