TÓLF ÁRA FATAHÖNNUÐUR SLÆR Í GEGN

0

coldest 1

Jóel Bjarni er tólf ára fatahönnuður sem búsettur er í London, en fatamerkið hanns Coldest Clothing hefur vakið talsverða athygli að undanförnu fyrir glæsilegar derhúfur sínar. Jóel er nemandi á lystabraut í gagnfræðaskóla í London og er stefnan sett á enn frekari framleiðslu og hönnun.

Rósa Florence systir Jóels Bjarna

Derhúfurnar frá fyrirtækinu slógu í gegn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice nú á dögunum en þar mátti sjá fjölmörg þekkt andlit skarta húfunum góðu.

Albumm.is náði tali af þessum hæfileikaríka unga manni og svaraði hann nokkrum spurningum.

Hvernig kom til að þú fórst að búa til föt?

Ég hef alltaf haft áhuga á fötum og götu stíl. Þegar ég fer að versla tek ég eftir fólki í flottum fötum og það hefur ýtt mér út í að gera mitt eigið merki Coldest Clothing. Ég fæ líka innblástur frá Hip Hop og Grime umhverfinu og öðrum svölum stefnum í kringum mig . Ég er 12 ára og er á listabraut í gagnfræðaskóla í London og námið hefur opnað huga minn enn frekar fyrir hönnun. Mamma mín hefur verið mjög hvetjandi og hefur hjálpað mér að skilja framleiðsluferlið.

Jóel Bjarni og Tiny úr Quarashi

Hvaðan kemur nafnið Coldest?

Orðið „Coldest“ er orð frá götum Lundúna þar sem fólk notar Coldest á sama hátt og „Swag“ og „Boss“ sem eru einnig mjög vinsæl slangur orð. Ég vildi vörumerki sem táknaði sjálfstraust og töffaraskap en skilgreiningin á Coldest er „Sá allra besti.“

Nú hafa derhúfurnar slegið í gegn, er meira væntanlegt frá Coldest?

Við erum að vinna í öðrum vörum undir Coldest merkinu, fatnaði, húfum og fylgihlutum þannig að það er hellingur af spennandi hlutum í gangi!

Jóel Bjarni og Dj Yamaho

Jóel Bjarni ásamt Dj Yamaho

Hvert er takmarkið með merkinu og hvar sérðu Coldest eftir nokkur ár?

Markmiðið er að allir séu svalir þar sem slagorð merkisins er „Keepin Tingz Cold.“ Við erum að selja derhúfurnar í NEON í Kringlunni og erum einnig í samræðum við verslanir í London. Við stefnum að því að fá vörumerkið í sem flestar verslanir og halda áfram að þróa nýjar vörur og fersk föt og vonandi vera viðurkennd sem kaldasta vörumerkið í bænum. Við erum einnig að selja á vefsíðunni okkar www.coldestclothing.com

Fylgist einnig með Coldest Clothing á Instagram https://www.instagram.com/coldestofficial/

Comments are closed.