„Tókum burt allt sem studdi ekki við þessa hugmynd og úr varð þetta sálarskotna lag”

0

Tónlistarkonan Elísabet Ormslev hefur sent frá sér lagið „Let Me Go” (Do You Love Me) og er annað lagið sem Elísabet gerir í samstarfi við Örlyg Smára. Elísabet hefur verið á blússandi siglingu síðan hún sendi frá sér lagið „Moving On” á síðasta ári og er meira efni væntanlegt frá henni.

„Let Me Go” (Do You Love Me) varð til síðasta vetur og vildum við í útsetningunni leyfa söngrödd Elísabetar og laglínunnar að njóta sín, það var í raun rauði þráðurinn í útsetningunni Við tókum því burt allt sem studdi ekki við þessa hugmynd og úr varð þetta sálarskotna lag.” – Örlygur Smári.

Bassaleikarann Stefán Sigurðsson plokkaði bassann af stakri snilld en annars sá Örlygur um allan hljóðfæraleik og upptökur. Arnþór Örlygsson sá um hljóðblöndun og masteringu og Zöe Ruth Erwin á brot í texta. Lagið var tekið upp í Poppvélin Studio og er það farið í útvarpsspilun og er aðgengilegt á Spotify og öllum helstu streymisveitum!

Skrifaðu ummæli