TÓKST AÐ SKJÓTA NIÐUR U.F.O OG ÞAÐAN KEMUR ÖLL NÚTÍMA TÆKNI

0

Tónlistarmaðurinn Swan Swan H var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Nuclear.“ Lagið er tekið af væntanlegri plötu kappans U.F.O sem kemur út í lok Maí! „Nuclear“ heldur í þema plötunnar (sem eru geimverur) því stuttu eftir að fyrstu kjarnorkusprengjurnar fóru að springa fór fyrst að sjást til fljúgandi furðuhluta, enda voru geimverurnar bara holy shit  „The Kids Have Found The Matches!“

Geimverurnar fóru að skoða kjarnorkuverið í Roswell New Mexico árið 1947 en bandaríkjamönnum tókst að skjóta eitt stykki furðuhlut niður og úr honum kemur flest nútíma tækni eins og örbylgjuofnar og snjallsímar. Lagið fjallar einnig um ástina og kynlíf og er tunglið notað sem myndlíking í laginu fyrir þessar Guðdómlegu verur sem við köllum konur!

Myndbandið við lagið er unnið af Swan Swan H sjálfum og er unnið úr Artworki sem mun fylgja Vínyl útgáfu plötunnar.

Skrifaðu ummæli