TÓK UPP ÞRÁÐINN FRÁ AUSTUR LONDON

0

KRÍA.

Út var að koma frábær ábreiða af laginu „fORMúla” eftir tónlistarkonuna KRÍU! Ábreiðan var í höndum sænska tónlistarmannsins Valdemar en hann hefur hefur notið mikillar velgengnar á þessu ári. KRÍA og Valdemar kynntust í austur London árið 2015 þegar þau komu fram með sitthvoru tónlistaratriðinu á The Sebright Arms. Valdemar tók upp þráðinn í haust en er búin að vera aðdándi KRÍU lengi og vildi endilega gera ábreiðu af laginu hennar „fORMúla” sem hann segir vera hennar besta verk til þessa.

KRÍA er íslensk söngkona/lagahöfundur/pródúser sem stofnaði verkefnið árið 2015 útfrá þörf á að koma ýmindunarafli sínu út í raunveruleikann, en hún sameinar sjónræna list við fínlega iðnvædda takta. Tónlistinni mætti lýsa sem ís-popp en síðan KRÍA gaf út sína fyrstu smáskífu „low hype” hefur verið sagt að „hún sé að setja ferskan blæ á raftónlistarsviðið” (BitCandy).

Þess má geta að KRÍA var valin sem þáttakandi í Keychange verkefnið í samstarfi við PRS Foundation ásamt tónlistarkonunum DJ Flugvél og Geimskip, Milkywhale, Hildi og Fever Dream sem styðja að upprennandi konum í tónlistarbransanum. Verkefnið hefur leitt KRÍU í tónleikaferðalag um UK, tónleikum á O2 Islington og koma fram á opinberu eftir partý á Formúlu1 tónleikum í Singapore 2016. Einnig var hún boðin sem pródúser í sænsku lagasmíðabúðirnar ‘Songwriting Camps’ í Búdapest 2018, stofnaðar af Niclas Molinder (TWIN), Björn Ulvaeus (ABBA) og Max Martin. En KRÍA mun senda frá sér fyrsta lagið af sinni þriðju smáskífu snemma í byrjun næsta árs.

Valdemar er sænskur tónlistarmaður og pródúser búsettur í Stokkhólmi sem fær innblástur frá techno, garage og shoegaze tónlist en hann hefur notið miklar velgengnar á þessu ári með því að spila á tónlistarhátíðum í Evrópu og hafa lögin hans ratað inná útvarp í UK og Svíþjóð og Spotify Fresh Finds nánar tiltekið Basement lagalistann!

Kr1amusic.com

Benvhansen.com

Skrifaðu ummæli