Tók upp plötuna á meðan hann lauk tónlistarnámi í Los Angeles

0

Tónlistamaðurinn Magnús Dagsson var nýlega að senda frá sér fyrstu plötu sína „Afflicted“ sem er fáanleg á öllum helstu streymisveitum.  Platan var spiluð, tekin upp, mixuð og masteruð af Magnúsi á meðan hann lauk tónlistarnámi í Los Angeles og söngkona plötunnar er hún Silja Rós sem gaf út sína fyrstu plötu, „Silence“, árið 2017.  

Platan hefur verið í fæðingu yfir síðustu þrjú ár í Seattle, Reykjavík og LA og sömdu þau textana, sem fjalla aðallega um mannleg samskipti, í sameiningu. Aðspurður segist Magnús leggja mikið upp úr grúvinu og hljómunum sem hann sækir mest úr jazzi, neo-soul, og R&B.

Skrifaðu ummæli