Tók upp jólalag í Abbey Road

0

Tónlistarmaðurinn Gud Jon var rétt í þessu að senda frá sér brakandi ferskt myndband og jólalag en það ber heitið „You remind me.” Guðjón Böðvarsson eins og hann heitir réttu nafni er búsettur í London þar sem hann vinnur að sinni tónlist en hann gaf út sitt fyrsta lag aðeins tíu ára gamall!

Margt er um að vera hjá kappanum en EP plata er væntanleg í byrjun næsta árs en hann er á samning hjá Audio Network í London. Blásturshljóðfærin voru tekin upp hvorki meira né minna en í Studio 1 í Abbey Road!

Skrifaðu ummæli