TÓK RÚMLEGA 40 MÍNÚTUR AÐ TEIKNA MYNDBANDIÐ

0

Það er mikið um að vera hjá hljómsveitinni Omotrack um þessar mundir. Bræðurnir Markús og Birkir og brass quartetið hafa spilað víða seinustu tvö árin og vakið mikla athygli. Plata þeirra Mono & Bright er plata þessa vikunnar á Rás 2 og hefur hún fengið góðar undirtektir.

Sveitin var að gefa frá sér nýtt myndband við lagið „Imaginary Mountains.“ Lagið fjallar um að klifra upp ímynduð fjöll en það er þeirra túlkun á því að upplifa falskar vonir. Hönnuðir og teiknarar myndbandsins eru Markús Bjarnason, söngvari bandsins og Victor Óli Búason.

Myndbandið var tekið upp í Listaháskólanum og sáu Birkir Bjarnason, hljómborðsleikari bandsins og Hafsteinn Snær Þorsteinsson um myndatökur. Það tók rúmlega 40 mínútur að teikna allt sem þurfti til en hér fyrir neðan er stutt time-laps, hraðspólað myndband, þar sem sjá má hvernig myndbandið var gert.

„Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna og hugmyndin að því að teikna tónlistarmyndband er eitthvað sem ég var búinn að pæla í lengi. Ég lét loks verða að því og fékk góðan vin minn í lið með mér, hann Victor Óla Búason.” – Markús

Victor Óli er að læra arkitektúr og hefur mikla teiknihæfileika eins og sjá má hér í myndbandinu.

Skrifaðu ummæli