Tók nokkra mánuði að fullkomna blönduna

0

Anton Ísak eða Future Lion eins og hann er kallaður er 21 árs tónlistarmaður sem var að senda frá sér sína fyrstu EP plötu sem ber heitið Stories. Anton Ísak vann plötuna ekki einn en nafni hans Anton Líni kom einnig að gerð hennar.

„Við tókum okkur nokkra mánuði í að semja lögin fyrir Stories því að okkur langaði að ná að fullkomna blönduna milli raftónlistar, kvikmyndatónlistar og popptónlistar.“ – Anton Ísak

Planið hjá strákunum var að gera eina smáskífu en endaði á fjórum lögum og tónlistarmyndbandi við lagið, „We Used To Love.“ Myndbandið var tekið upp í Vík í Mýrdal og var sá staður ákveðinn útaf fallegu landslagi.

Skrifaðu ummæli