TÖFFARASKAPUR OG YFIRGEFIÐ SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI

0

Hljómsveitin Russian Girls var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Autopilot.“ Sveitinni er stýrt af hæfileikaboltanum Guðlaugi Halldóri Einarssyni (Gulli) en hann er einnig meðlimur í hljómsveitunum Fufanu og Skrattar!

Mikill töffaraskapur einkennir tónlist Russian Girls og er þetta lag engin undantekning. Myndbandið er að mestu leyti tekið upp í yfirgefnu skrifstofuhúsnæði og einkennist af svokölluðum DIY (do it yourself) stíl. Lagið er tekið af plötunni Sisters & Brothers vol II sem kom út 8. Apríl síðastliðinn.

Hér fyrir neðan má hlýða á plötuna Sisters & Brothers í heild sinni.

Skrifaðu ummæli