TÖFFARALEGAR BASSALÍNUR OG GRÍPANDI SYNTHAR

0

fufanu

Hljómsveitin Fufanu sendi nýverið frá sér glænýtt lag en það ber heitið „Liability“ og er það tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar Sports. Lagið er kraftmikið sem einkennist af grípandi syntha línum og þykkum bassa sem fá hárin til að rísa! Sveitin hefur verið á blússandi siglingu að undanförnu og ekkert lát virðist vera á velgengni hennar.

fufanu-2

Eins og fyrr hefur komið fram er önnur plata sveitarinnar væntanleg en hún kemur út á vegum One Little Indian þann 3. febrúar næstkomandi. Það er ekki ómerkari maður en Nick Zinner úr hljómsveitinni Yeah Yeah Yeahs sem útestur plötuna!

Hér er á ferðinni afar svalt lag og bíðum við spennt eftir að fá að hlusta á plötuna í heild sinni.

http://www.fufanu.net

Skrifaðu ummæli