Töff og grípandi í Kalíforníu: Glowie sendir frá sér „Body”

0

Glowie var að senda frá sér heldur betur glæsilegt myndband við lagið „Body” en myndbandið er tekið upp í Kalíforníu. Fyrir ekki svo löngu gerði Glowie plötusamning við útgáfurisann Columbia Records. En fyrsta platan hennar undir merkjum Columbia mun lýta dagsins ljós fljótlega!

Á næstunni verður mikið púður lagt í tónlistarkonuna og verður mjög gaman að fylgjast með henni á komandi mánuðum! Body er virkilega grípandi og vel samið lag sem límist á heilann við fyrstu hlustun en eins og fyrr hefur komið fram er myndbandið einkar glæsilegt og er ekkert annað í stöðunni en að skella á play!

Hægt er að niðurhala laginu hér.

Glowie á Instagram

Skrifaðu ummæli