TÍU ÁRA AFMÆLISVEISLA SYSTEMATIC RECORDINGS

0

image

Tíu ára afmælisveisla Systematic Recordings fer fram á morgun (laugardag) á Paloma. stofnandi útgáfunnar Marc Romboy mun rifja upp kynni sín af landi og þjóð og gera allt vitlaust eins og honum einum er lagið.

Hinn þýska Marc Romboy þarf vart að kynna fyrir dansþyrstum Íslendingum, enda hefur þessi þekkti tónlistarmaður og plötusnúður heimsótt klakann nokkrum sinnum áður og hefur svo sannarlega unnið sér inn hinn vafasama titil Íslandsvinur með miklum sóma.

marc

Hann hefur verið starfandi í neðanjarðar techno og house senunni í yfir 20 ár og gefið út hjá ekki ómerkari útgáfum en Planet E og 20/20 Vision o.fl. í gegnum tíðina.


Árið 2004 stofnaði hann sína eigin útgáfu, Systematic recordings, og hefur útgáfan verið ötul frá stofnun. Listamenn á snærum hennar eru t.d. Stephan Bodzin, Blake Baxter, Booka Shade og að sjálfsögðu Marc sjálfur. Í tilefni 10 ára afmælis útgáfunnar koma Marc og Namito til landsins og þeim til halds og trausts verða Sunnudagsklúbbssnúðarnir Frimann, Bensol, Intro Beats og að sjálfsögðu Formaður Sunnudagsklúbbsins.

 

 

Comments are closed.