TÍU ÁHRIFAMESTU HJÓLABRETTATRIKK ALLRA TÍMA

0

Hjólabretti á sér nokkuð langa sögu en það eru nokkur trikk sem hafa haft mikil áhrif á hvernig hjólabretti er í dag. Ollie, Wallride, Kick Flip og Mc Twist eru nokkur trikk sem hafa farið í bækurnar og menn eins og Rodney Mullen, Mark Gonzales og Natas Kaupas og fleiri eiga mikinn heiður skilið. Hér má sjá 10 áhrifamestu trikk allra tíma en auðvitað má alltaf bæta í og hafa sínar skoðanir.

Frontside Air

mynd 1

Talið er að Tony Alva hafi gert fyrsta frontside air í Dogbowl í Santa Monica árið 1977. Þetta opnaði algjörlega nýjar dyr fyrir hjólabretti en að komast yfir Kópinguna hafði aldrei sést áður.

 Ollie

mynd 2

Alan Ollie Gelfald á að hafa ollað fyrstur manna árið 1977, en það var svo enginn annar en Rodney Mullen sem útfærði það á nýjan hátt eins og við þekkjum það í dag. Rodney Mullen var á þessum tíma freestyle skeitari og átti hann eftir að leggja ýmislegt til málanna í hjólabrettaheiminum.

 Kickflip

mynd 3

Kickflip var upprunalega kallað Magic Flip en það var Rodny Mullen sem byrjaði að gera Kickflip árið 1983, en áður þekkti fólk einungis Pressure Flip eða þá að brettin voru snúin með höndunum. Þetta þektist einungis í freestyle heiminum til að byrja með en það voru Natas Kaupas og Mark Gonzales sem tóku Kickflip inn í Street Skate.

Nollie

mynd 4

Sama ár og Rodney Mullen gerði Kickflip byrjaði hann að gera Nollie 360, en eins og fyrr loðaði það einungis við freestyle skeitara þar sem Freestyle brettin voru með talsvert stærra nose en önnur bretti. Árið 1989 fór Nollie að færast yfir í Street Skate en árið 1992 gerði Paulo Diaz nollie upp á pikknikkborð.

360 Flip

mynd 5

Enn og aftur er það Rodney Mullen en hann byrjaði að gera 360 flip árið 1987, en talið er að það hafi verið Jason Lee sem hafi tekið það yfir í Street Skate og gert það að sínu árið 1988.

Switch Ollie

mynd 6

Mark Gonzales var fyrstur manna til að skeita Switchstance svo vitað er en hann fékk hugmyndina eftir að hafa séð steve Caballero renna afturábak í pool. Að skeita Switch byrjaði fyrir alvöru um árið  1990, en það voru menn eins og Mark Gonzales, Paul Diaz og Salman Agah sem þróuðu þetta áfram.

Mc Twist

mynd 7

Mike McGill á heiðurinn af Mc Twist en hann gerði það fyrst opinberlega á Del Mar keppninni í Svíþjóð árið 1984. Þetta trikk þótti ótrúlegt og tók Vert Skeit á allt annað þrep.

Handrail Boardslide

mynd 8

Natas Kaupas gerði allt vitlaust þegar hann ollaði á lítið handrið í keppni árið 1986. Nokkrum mánuðum síðar gerðu Natas Kaupas og Mark Gonzales Boardslide á handriði í Westwood Kalíforníu.

Slappy Style

mynd 9

Eftir að hafa verið rekinn úr skateparki árið 1978 byrjaði John Lucero að skeita á bílastæðinu og byrjaði að gera trikk á köntum og fleira. Fleiri hafa eignað sér svokallað Slappy Style og má þar t.d. nefna Mark Gonzales.

Wallride

mynd 10

Natas Kaupas gerði fyrstur manna wallride árið 1984 en það var fest á mynd sem Craig Stecyk tók á Venice Beach í Kalíforníu. Ljósmyndin rataði á forsíðu hjólabrettatímaritsins Thrasher og enn og aftur náði hjólabrettasenan nýjum hæðum.

 

Comments are closed.