TINY SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

tiny

Tónlistarmaðurinn Egill Ólafur Thorarensen eða Tiny eins og flestir þekkja hann var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem nefnist „Thought U knew.“ Tiny hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli en kappinn er einn færasti rappari landsins og þó víðar væri leitað.

Tiny og leikstjórinn Dukagjin Idrizi.

Árið 2004 gekk Tiny til liðs við hljómsveitina Quarashi en þar á undan var kappinn búinn að skapa sér gott orð í rappheiminum á Íslandi.

Frábært lag frá Tiny og eitt er fyrir víst að það á eftir að hljóma í ófáum eyrum um ókomna tíð. Einnig er myndbandið mikil snilld en það er unnið af Dukagjin Idrizi og gerir hann það listarlega vel.

Hækkið í græjunum gott fólk og njótið!

Comments are closed.