TÍMARITIÐ REYKJAVÍK ON STAGE VÆNTANLEGT

0

Reykjavík On Stage er tímarit tileinkað íslenskri tónlist. Það verður gefið út, á ensku, fjórum sinnum á ári eftir árstíðum, bæði í prenti og stafrænt. Markmiðið er að kynna einstaka og mjög skapandi íslenska tónlistarmenn og fyrsta útgáfa stefnir að því að sýna fjölbreytni á íslenskum tónlistarvettvangi. Við ætlum að fylla tímaritið af hvetjandi sögum frá tónlistarmönnum. Þetta er dreift á 78 síðum, að A4 stærð.

Helsti styrkur tímaritsins liggur í krafti blaðamannahópsins, þar sem þau öll eru full af eldmóði og hafa reynslu af skrifum um íslenska tónlist.

Í blaðamannahóp tímaritsins eru:

Justyna ´Stína Satanía´ Wilczynska

(stofnandi Reykjavík On Stage, blaðakona á MuzykaIslandzka.pl)

Bartek Wilk

(stofnandi beggja MuzykaIslandzka.pl og Sigur-Ros.art.pl)

Wim Van Hooste

(ROKmusik.co og fleiri)

Fyrsta útgáfan af Reykjavík On Stage verður gefin út í 500 eintökum. Hægt verður að nálgast eintak í helstu plötubúðum og bókabúðum í Reykjavík. Tímaritið verður einnig til sölu á netinu á vefsíðu www.reykjavikonstage.com. Þar verður möguleiki til að panta bæði prentað eintak með heimasendingu og einnig rafrænt eintak tímaritsins. Forpöntun á Reykjavík On Stage og áskriftir fara síðan í gegnum Karolina Fund.

Skrifaðu ummæli