TILGANGUR ALHEIMSINS Í BÍLSKÚRNUM

0

gersemi

Hljómsveitin Gersemi frá Akranesi var að gefa út nýtt myndband við lagið „Floating.“ Gersemi var stofnuð í október/nóvember 2014 á Akranesi.

svanur

Svanur

Svanur söngvari sveitarinnar sat niðurlútur yfir vískíglasi að drekkja sorgum sínum enn eitt kvöldið á Vitakaffi (Bar á Akranesi) þegar Björn Árnason gítarleikari með meiru gengur upp að honum og segir:

„Hey ertu ekki í tónlist? Afhverju hættiru ekki þessu væli kemur með okkur að spila? Ég og Sindri félagi minn erum með fully equipped bílskúr hérna í næstu götu!“

bjossi

Bjössi

Sama kvöld taka þeir félagar hitting og það var greinilegt að það væri chemistry og Magic. Við taka stífar upptökur og heimspekilegar vangaveltur um tilgang alheimsins í bílskúrnum ógurlega á Jaðarsbrautinni, ásamt gríðarlega miklum húmor.

sindri

Sindri

Meðlimir sveitarinnar eru: Svanur Herbertsson,Söngur, Hljómborð, Upptökur/Pródúsering. Björn Árnason, Gítar og allskonar. Sindri Albertsson, Gítar og allskonar. Öll lögin eru samin af Gersemi.

Skrifaðu ummæli