TIL HAMINGJU LANDSMENN MEÐ ÍSLENSKA TÓNLIST!

0

Í dag er dagur Íslenskrar tónlistar og því ber að fagna! Hvar væri land og þjóð án tónlistar? Alla tíð hefur tónlist spilað stórt hlutverk í menningu okkar Íslendinga og hljómar hún nú út um allan heim! Það er gömul tugga að tónlistarsenan í íslandi sér ótrúlega góð meðað við fjölda íbúa en þessi gamla tugga er algjörlega sönn!

Sykurmolarnir, Björk, Sigur Rós, Ólafur Arnalds, Kaleo, Mammút og Of Monsters And Men ofl hafa gert það mjög gott á erlendri grundu að undanförnu og er það á hreinu að Íslendingum skortir ekki hæfileika til að skapa tónlist!

Er þetta í vatninu? Veita fjöllin okkur kraft? Er ekkert annað að gera á Íslandi en að semja tónlist? Allt eru þetta spurningar sem brennur á vörum útlendinga, en tónlistarhátíðir eins og Iceland Airwaves, Secret Solstice og Sónar hafa borið hróður Íslenskrar tónlistar enn lengra og er þetta bara byrjunin.

Í dag verður degi íslenskrar tónlistar haldinn hátíðlegur út um alla borg. Klukkan 11 verður að venju útvarpað frá Hörpu þremur íslenskum lögum sem þjóðin syngur saman. Eru allir hvattir til að gera hlé á námi, vinnu eða annarri iðju og syngja með. Dagur Íslenskrar tónlistar skellti í bráðskemmtilegann playlista sem hlýða má hér að neðan!

Albumm.is óskar öllum landsmönnum til hamingju með daginn!

Hlustum öll á Íslenska tónlist og njótum!

Skrifaðu ummæli