ÞÝSKA HLJÓMSVEITIN STROM & WASSER SPILAR Á ÍSLANDI

0

Strom und Wasser7

Jazzklúbburinn Múlinn í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn tekur forskot á sæluna og heldur tónleika með þýsku hljómsveitinni Strom & Wasser í Kaldalóni, Tónlistarhúsinu Hörpu 13. september kl. 21:00. Forsprakki sveitarinnar er ljóðskáldið, tónlistarmaðurinn og aktívistinn Heinz Ratz en hann er löngu kunnur og margverðlaunaður í heimalandi sínu.

Fyrr á árinu kom út geisladiskur hjá útgáfunni Traumton í Berlín. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn tóku þátt í verkefninu sem ber heitið „Reykjavik Projekt.“ Á disknum er tónlistararfur Evrópu tekinn fyrir. Ska-pönki, rappi, tataraskölum, dýraköllum, tónlist austur-kirkjunnar, balkönskum dönsum, íslenskum stemmum er hrist saman í hressilegan kokkteil. Hljómsveitin hefur þegar leikið töluvert af tónleikum í Þýskalandi en kemur nú fram í fyrsta skipti í Reykjavík. Fram koma : Heinz Ratz, Ingo Hassenstein, Burkhard Ruppaner, Enno Dugnus, Luca Seitz og gestirnir Egill Ólafsson, Ragnheiður Gröndal og Haukur Gröndal

Tix 1600500

Spennandi haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans hefst í lok september með 9 tónleikum sem fram fara flest miðvikudagskvöld á Björtulöftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 20. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram í Kaldalónssal Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is http://harpa.is/  og tix.is

Comments are closed.