„Þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar kallið kom“

0

Hér er Hákon (annar frá vinstri) með hljómsveitinni Brian Jonestown Massacre.

Tónlistarmaðurinn Hákon Aðalsteinsson hefur komið víða við á sínum tónlistaferli en hann plokkaði strengi í hljómsveitinni Singapore Sling og heldur nú úti sveitinni The Third Sound svo sumt sé nefnt. Ekki nóg með að kappinn er afar iðinn við eigin tónsmíðar heldur er hann nú farinn að plokka strengina með bandarísku hljómsveitinni The Brian Jonestown Massacre! BJM er heimsþekkt og í rauninni afar goðsagnakennd sveit en forsprakki sveitarinnar Anton Newcombe er mikill íslandsvinur.

Albumm náði tali af Hákoni og svaraði hann nokkrum spurningum um þetta skemmtilega verkefni!


Nú ert þú að spila með goðsagnakenndu hljómsveitinni Brian jonestown massacre. Hvernig kom það ævintýi til?

Ég hef þekkt Anton síðan ég var að spila með Singapore Sling fyrir meira en 10 árum síðan. Bæði túraði Sling með BJM og einnig var Anton töluvert á Íslandi á þessum tíma. Við kynntumst svo enn betur eftir að ég flutti til Berlínar. Við höfum unnið að upptökum og öðrum verkefnum saman áður og einnig gaf hann út fyrst plötu hljómsveitarinnar minnar The Third Sound.

The Third Sound.

Er þetta ævintýri búið að standa lengi til og var ekkert mál að læra öll lögin?

Hugmyndin kom upp seint á síðasta ári . Þá var ég að vinna tímabundið við viðgerðir á hóteli i berlín þannig að ég þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar kallið kom. Það hefur tekið smá tíma að læra lögin enda hef ég þurft að læra einhverstaðar á bilinu 40 – 50 lög.

Ert þú aðdáandi sveitarinnar og hverng er að spila og koma fram með sveitinni?

Já ég ég hef hlustað töluvert mikið á sveitina í gegn um tíðina og finnst mörg lögin frábær. Tónleikarnir hafa verið mjög fínir hingað til og t.d var mjög serstak að spila fyrir yfir 3000 manns á levetation Festival í Austin.

Nú er sveitin þekkt fyrir ansi svæsinn lifnaðarhátt og framkomu, hvernig er að taka þátt í þannig maskínu?

Sú ímynd sem sveitin skapaði sér er að mestu frá fyrri tíð og menn hafa elst og róast töluvert síðan þá. Hingað til hefur þetta allt verið mjög rólegt, en kannski get ég ekki svarað þessu almennilega fyrr en undir lok túrsins.

Nú er sveitin á túr, hvert er ferðinni haldið?

Við erum í upphafi mánaðar túrs um norður Ameríku og förum svo beint til Ástralíu og nýja Sjálands eftir það. Svo kemur mánaðar frí en þá fer ég stuttan túr með hljómsveitinni minni The  third sound. Svo verð ég aftur með BJM í ágúst og september eða jafnvel fram í október að mér skilst.

Eitthvað að lokum?

Fjórða plata The third sound kemur út núna 11. Maí og heitir All Tomorrow’s Shadows. Þar syngur Anton Newcombe söngvari BJM eitt lag sem nefnist photographs. Við tókum upp myndband við lagið rétt áður en við fórum frá berlín og verður væntanlega hægt að finna það á netinu á næstu dögum!

Thebrianjonestownmassacre.com

Skrifaðu ummæli