ÞURFTI AÐ HOPPA UM FIMM ÞÚSUND SINNUM TIL AÐ NÁ ÞVÍ FRAM SEM HANN VILDI

0

peter-jump
Þýski tónlistarmaðurinn Peter Piek var að senda frá sér brakandi fersk lag og myndband en það ber heitið „1St Song.“ Lagið er tekið af væntanlegri plötu kappans sem ber heitið + en hún kemur út 9. Desember næstkomandi. Myndbandið er allt tekið upp á Íslandi en hann kom hingað til lands til að spila á Melodica Festival.

„Mér hefur alltaf langað að koma til Íslands og þegar mér var boðið yfir til að spila varð ég mjög glaður.“ – Peter Piek

peter_piek__cover-300

Hér má sjá plötuumslagið á plötunni +

Platan var um tvö ár í vinnslu en Peter segir ástæðuna vera sú að hann spilar gríðarlega mikið og það hafi tekið tíma frá upptökuferlinu. Eins og sjá má í myndbandinu er Peter iðulega í lausu lofti en hann þurfti að hoppa um fimm þúsund sinnum til að ná því fram sem hann vildi.

„Íslendingar virðast vera mjög vinalegir og voru allir til í að hjálpa okkur,  þá sérstaklega tónlistarfólkið sem fram kom á Melodica Festival.“ – Peter Piek

peter-piek-2016-websize-1

Hægt er að fylgjast nánar með Peter á heimasíðu hanns: www.peterpiek.com

Marcus Grysczok er góðvinur Peters en hann kom einnig til Íslands og á hann heiðurinn af myndbandinu.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið og forkaupa óútkomna plötu hanns á Bandcamp.

http://www.peterpiek.com/

Skrifaðu ummæli