THULE RECORDS, THOR, ODINN OG COSMIC JD Á PALOMA Í KVÖLD

0

thule

Í kvöld á Paloma spilar snillingurinn Cosmic JD ásamt Thor (Þórhallur Skúlason) og Odinn undir formerkjum Thule records. Goðsagna kennda plötuútgáfan Thule Records er heldur betur að slá í gegn þessa dagana en hún lá í dvala í þó nokkurn tíma.
Heilinn á bakvið Thule Records er Þórhallur Skúlason en hann er um þessar mundir að ferðast útum allan heim og spilar á vinsælustu klúbbunum.

thor 2

thule 4
Cosmic JD kemur frá Kólumbíu en er búsettur í Kanada en kappinn spilar útum allan heim á helstu hús og Techno klúbbunum.
Juan D. Casas eins og hann heitir réttu nafni stofnaði Mindscapes Collective sem er flokkur sem skipuleggur flottustu partýin og er því óhætt að segja að stemmingin á paloma í kvöld verði rafmögnuð!
Hús, Techno og Dub verður í fyrirrúmi í kvöld og ef þú vilt dansa við góða tóna þá ekki láta þetta framhjá þér fara!

Comments are closed.