THULE RECORDS Í 20 ÁR

0

10845850_10153151016149265_8446543563421100442_o

Thule Útgáfan eru að halda upp á 20 ára starfsafmæli þessa daganna, t.a.m. með fjölmörgum endurútgáfum – bæði á þeirra vegum og í samstarfi við aðrar útgáfur. Hér fyrir neðan má lesa hvað er að gerast hjá Thule útgáfunni þessa daganna.


 Thor – Consequences

Thor - Consequences (Cover)

Þórhallur Skúlason er nafn sem hefur verið samofið íslenskri raftónlist í nokkra áratugi og er af mörgum talinn vera einn af upphafsmönnum teknótónlistarinnar á Íslandi. Verk hans hafa komið út um víða völl og hefur hann komið fram í öllum heimshlutum.

„Consequences“ er 3×12″ vínyll sem spannar vel valda kafla úr ferli Þórhalls til þessa og er það þýski útgáfurisinn Sushitech sem gefur hana út.

Plötunni er fylgt eftir með röð af tónleikum, t.a.m. í Berlín og Tel Aviv.

Exos – Q-Box

Exos - Q-Box Vinyl pic

Áhugamenn um naumhyggjukennda tæknótónlist (e. minimal dub techno) gleðjast þar sem loks er hin eftirsóknarverða stuttskífa „Q-Box“ með listamanninum Exos fáanleg á nýjan leik, en skífan kom fyrst út árið 1999. Fyrsta upplagið seldist upp á innan við viku, en von er á öðru upplagi innan skamms.

Exos (Arnviður Snorrason) er einn af máttarstólpum Thule útgáfunnar, sem fagnar í ár 20 ára starfsafmæli. Hann hefur lengi talinn vera leiðandi afl í íslenskri tæknósenunni og einn virtasti útsetjari tæknósenunar í Evrópu.

Exos – My Home is Sonic

Exos - My Home is Sonic (Cover)

Breiðskífan „My Home is Sonic“ verður endurútgefin hjá þýska útgáfufyrirtækinu Delsin Records  í byrjun maí. Þessi goðsagnakennda breiðskífa hefur verið illa fáanleg undanfarin ár og selst dýrum dómi í skuggahornum internetsins – og er hennar því beðið með mikillar eftirvæntingu af aðdáendum listamannsins.

„My Home is Sonic“ á heimasíðu Delsin Records: http://www.delsinrecords.com/release/4706/exos/my-home-is-sonic

Blawan, Nina Kraviz, Exos og Bjarki á Paloma Bar 

Trip to Iceland - Paloma Bar

Þann 15. maí næstkomandi verður stórhátíð á Paloma Bar, þar sem breski plötusnúðurinn Blawan og rússneska dívan Nina Kraviz heiðra landann. Við mælum með því að áhugasamir næli sér í miða eins fljótt og auðið er, þar sem 100 miðar verða fráteknir fyrir erlenda gesti.

Breski raftónlistarmaðurinn Blawan er íslenskum rafáhugamönnum vel kunnur, en lagið hans „Getting Me Down“ trónaði á toppi árslista Breakbeat.is árið 2011. Ári seinna snéri hann skífum á skemmtistaðnum Faktory við góðar móttökur.

Nina Kraviz er ein af stærstu nöfnunum í teknóheiminum í dag. Til að gefa vísbendingu um hversu stór hún er þá eru hún með 540.000 likes á Facebook. Hún kom fram á síðustu Sónar-hátíð og hefur tekið ástfóstri við landi og þjóð. Hún rekur útgáfufyrirtækið трип, en íslendingarnir Bjarki og Exos gefa einnig út á því fyrirtæki.

 

 

 

Comments are closed.