THULE RECORDS GERIR UPP ÁRIÐ 2017

0

Það verður heljarinnar partý á Paloma í kvöld (laugardag) þegar Thule Records fer yfir og gerir upp árið sem er að líða! 2017 er heldur betur búið að vera viðburðarríkt hjá útgáfunni en hún á að baki tugi tónleika út um allan heim og nokkrar ansi veglegar útgáfur.

Nýliðarnir Waage og NonniMal sendu frá sér plötur á árinu og segja má að þeirra ferðalag sé rétt að hefjast. Dj Yamaho er heldur betur búin að vera áberandi að undanförnu en orðið á götunni er að hennar frumraun mun líta dagsins ljós á árinu. Á árinu hefur drifkraftur Thule Records THOR verið á stanslausu flakki um heiminn en þess á milli hefur hann verið að baka tæra snilld í hljóðverinu. THOR mun senda frá sér brakandi ferska 12” tommu á komandi ári og bíða margir spenntir eftir því!

Dagskráin er sko alls ekki af verri endanum en fram koma:

THOR,  DJ Yamaho, Waage og NonniMal

Aðgangseyrir eru litlar 1.000 kr!

Skrifaðu ummæli